Vertu memm

Uppskriftir

Ómissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa

Birting:

þann

Rófustappa

Ljúffeng rófustappa sem setur enn betri svip á þorramatinn.

Innihaldslýsing:

1 kg rófur

65 gr sykur ( má sleppa )

4 gr salt

20 gr smjör

Leiðbeiningar:

Flysjið rófurnar og skerið í bita.

Sjóðið rófurnar í vatni í um 30 – 40 mínútur eða þar til þær eru orðnar vel mjúkar.

Hellið vatninu frá og setjið rófurnar í matvinnsluvél, líka hægt að stappa vel með gaffli eða kartöflustappara.

Bætið saman við sykri, salti og smöri.

Hrærið vel saman.

Uppskriftin er fengin af vefnum islenskt.is.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttum og bragðgóðum uppskriftum til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið