Frétt
Ólöglegt skordýraeitur í perum
Matvælastofnun varar við neyslu á kóreskum perum frá Kína sem fyrirtækið Dai Phat hefur flutt inn. Leifar af varnarefninu klórpyrifos fannst í perunum en það er ólöglegt að nota það í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur með aðstoð heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað vöruna.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi vöru:
- Vöruheiti: Kóreskar perur
- Framleiðandi: Laiwu Manhing Co Ltd, No. 8 Wangxing Road, Yangzhuang LaiWu,
- Framleiðsluland: Kína
- Innflytjandinn: Dai Phat Trading inc. ehf, Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
- Dreifing: Verslun Dai Phat Asian Supermarket, Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til verslunar gegn endurgreiðslu.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






