Frétt
Ólöglegt skordýraeitur í perum
Matvælastofnun varar við neyslu á kóreskum perum frá Kína sem fyrirtækið Dai Phat hefur flutt inn. Leifar af varnarefninu klórpyrifos fannst í perunum en það er ólöglegt að nota það í matvælaframleiðslu. Fyrirtækið hefur með aðstoð heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað vöruna.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi vöru:
- Vöruheiti: Kóreskar perur
- Framleiðandi: Laiwu Manhing Co Ltd, No. 8 Wangxing Road, Yangzhuang LaiWu,
- Framleiðsluland: Kína
- Innflytjandinn: Dai Phat Trading inc. ehf, Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
- Dreifing: Verslun Dai Phat Asian Supermarket, Faxafeni 14, 108 Reykjavík.
Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til verslunar gegn endurgreiðslu.
Mynd: mast.is

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Keppni5 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026