Starfsmannavelta
Óljóst hvort Grillið verður opnað aftur – Hótel Saga leitar nýrra hluthafa
Bændasamtökin leita nýrra hluthafa að rekstrarfélagi Hótels Sögu. Fyrirtækið stefnir að öllu óbreyttu í þrot. Félagið skilaði 450 milljóna króna tapi í fyrra og er eigið fé félagsins neikvætt um hundruð milljóna króna.
Spilaði fall WOW air og kyrrsetning Boeing 737 MAX véla inn í versnandi stöðu á liðnu ári að því er Ingibjörg Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, segir í umfjöllun um stöðu þess í Morgunblaðinu í dag.
„Leitað verður eftir því að fá inn nýtt fé í formi nýrra hluthafa og fjárhagslegrar endurskipulagningar að öðru leyti. Sú vinna er á viðkvæmu stigi. Ferðaþjónustufyrirtæki eru öll í erfiðleikum eins og kunnugt er og Hótel Saga er þar engin undantekning. Við vonumst til að ná árangri við okkar endurskipulagningu á þessu ári og trúum því að það takist.“
Á þessari stundu er ekki ljóst hvort Grillið, eitt frægasta og virtasta veitingahús landsins til áratuga, verður opnað aftur og mun það að sögn Ingibjargar ráðast af því hvort rekstrarfyrirkomulag staðarins verður hagkvæmt eða ekki.
Á síðustu árum hefur Hótel Saga staðið í miklum framkvæmdum á hótelinu og nemur fjárfesting í þeirri uppbyggingu um tveimur milljörðum á árunum 2017-2018.
Sjá einnig:
Hótel Saga gerir kröfu um að matvörur séu upprunamerktar – Viðtal

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið