Vertu memm

Frétt

Of mikið díoxín fannst í eggjum frá Landnámseggjum

Birting:

þann

Egg

Matvælastofnun varar við neyslu á eggjum frá Landnámseggjum ehf. með best fyrir dagsetningu 7. október 2025. Í reglubundu eftirliti fannst of mikið magn að díoxíni vegna mengunar í jarðvegi. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað eggin og hænur hafa verið fluttar inn í hús meðan rannsókn stendur yfir.

Eingöngu er verið að innkalla eftirfarna framleiðslulotu:

  • Vörumerki: Landnámsegg
  • Vöruheiti: Landnámsegg
  • Lotunúmer: Best fyrir 7. okt 2025
  • Strikamerki: 5 694110 073907
  • Framleiðandi: Landnámsegg ehf., Austurvegur 8, 630 Hrísey
  • Dreifing: Melabúðin, Fjarðarkaup, Hagkaup Skeifa, Hagkaup Kringla, Hagkaup Garðabær, Hagkaup Smáralind og Hríseyjarbúðin

Neytendur skulu ekki neyta eggjanna heldur farga eða skila í verslun þar sem þau voru keypt.

Mynd; úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið