Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús opnar á Akureyri
Í ágúst s.l. voru dyr Listasafnsins á Akureyri opnaðar að nýju eftir stórfelldar endurbætur og stækkun á húsakynnum þess. Sýningarsalir voru áður fimm en eru nú tólf og að auki var nýtt kaffihús opnað á safninu.
Framkvæmdir við endurbæturnar hafa staðið yfir í rúmt ár og safnið að mestu verið lokað gestum og gangandi á þeim tíma.
Sýningahald hefur engu að síður verið stöðugt þar sem aðalsýningarýmið færðist yfir í Ketilhúsið. Með endurbótunum voru byggingarnar tvær sameinaðar með tengibyggingu.
Gil Kaffihús er staðsett í tengibyggingu milli aðalbyggingu safnsins og Ketilshússins. Kaffihúsið býður upp á fjölbreyttan matseðil, súpur, nachos með ídýfum, girnilegar samlokur, gott úrval af kaffi, nýbakað croissant, alvöru hnallþórur svo fátt eitt sé nefnt.
Kostnaður við endurbætur og stækkun Listasafnsins á Akureyri nemur um 700 milljónum króna.
Myndir: facebook / Listasafnið á Akureyri og Gil kaffihús
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu