Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt kaffihús í Listasafninu á Akureyri
Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri 29. febrúar s.l. var meðal annars komandi starfsár, sýningaskrá ársins 2020 og nýtt kaffihús kynnt.
Einnig var farið yfir starfsemi safnsins í heild sinni sem og áframhaldandi samstarf við Icelandair Hotel Akureyri. Í lok fundarins undirrituðu Hlynur Hallsson, safnstjóri, og Auður B. Ólafsdóttir samning um rekstur kaffihúss í Listasafninu.
Kaffihúsið sem mun bera heitið Kaffi og list hefur starfsemi 1. mars næstkomandi, að því er fram kemur á heimasíðu listak.is
„Ég er mjög spennt og full tilhlökkunar yfir að hefja starfsemi í þessu glæsilega húsi og fá að taka þátt í lifandi starfsemi safnsins og Listagilsins“
, sagði Auður við undirritun.
„Kaffi og list mun bjóða upp á gott úrval kaffidrykkja úr fyrsta flokks kaffibaunum frá Te og kaffi ásamt öðrum fjölbreyttum veitingum. Hér eru miklir möguleikar á líflegri starfsemi kaffihúss og ekki síst á sumrin þegar hægt verður að taka útisvæðið til notkunar og jafnvel útisvalir Listasafnsins þegar aðstæður leyfa“.
Gil Kaffihús var áður með reksturinn í Listasafninu á Akureyri, en það opnaði í september 2018.
Sjá einnig: Nýtt kaffihús opnar á Akureyri
Mynd: listak.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin