Markaðurinn
Nýtt frá MS: Næring+
Næring+ er nýr drykkur frá MS en um er að ræða orku- og próteinríkan drykk sem hentar vel þeim sem þurfa að þyngjast eða sporna við þyngdartapi. Næring+ er vítamín- og steinefnabættur og getur m.a. hentað eldra fólki, en með aldrinum minnkar oft matarlystin þó að þörf fyrir orku, prótein, vítamín og steinefni sé enn til staðar. Til að fyrirbyggja vöðvarýrnun og þyngdartap hjá eldra fólki er mikilvægt að það neyti orku og próteina í ríkum mæli og hentar einnig þeim sem vilja handhægt orku- og próteinríkt millimál.
„Við þróun á Næringu+ var tekið mið af nýjum ráðleggingum um mataræði eldra fólks. Sérstök áhersla var lögð á að hafa drykkinn eins prótein- og orkuríkan og hægt var án þess að láta það bitna á bragðgæðum vörunnar,“
segir dr. Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS.
Næring+ fæst í 250 ml fernum með súkkulaðibragði og kaffi- og súkkulaðibragði. Þrátt fyrir að drykkurinn sé orkuríkur er gætt að því að stilla magni viðbætts sykurs í hóf og engin sætuefni eru í drykknum. Búið er að kljúfa allan mjólkursykur (laktósa) í Næringu+, þannig að drykkurinn á að henta öllum sem hafa laktósaóþol. Drykkurinn er góður valkostur til að hjálpa við að tryggja næga orkuinntöku og uppfylla próteinþörf en best er að nota hann milli mála og gæta jafnframt að því að fá reglulegar máltíðir.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Konudagstilboð