Markaðurinn
Nýtt Fjárhús
Bako Ísberg óskar Birgi og Herborgu ásamt þeirra teymi til hamingju með nýja staðinn á Kringlutorgi í Kringlunni.
Við hvetjum alla til að leggja leið sína í kringluna og kíkja á þennann nýja og spennandi stað.
Fjárhúsið sérhæfir sig í íslensku lambakjöti, en einnig er lögð áhersla á tvíreykt hangikjöt af forystufé frá Þistilfirði á matseðlinum. Fjárhúsið leggur mikla áherslu á íslenskt hráefni, Það á ekki bara við um lambakjötið heldur líka íslenska grænmetið og fleira sem við sækjum úr íslenskri náttúru. Okkur finnst mikilvægt að geta sagt viðskiptavinum okkar hvaðan hráefnið kemur og söguna á bak við nýtingu og vinnslu mismunandi innihaldsefna.
Um hið litla kolefnisfótspor, íslensku náttúruna og af íslenska lindarvatninu sem er einstakt. Íslenska lambakjötið hefur mikla sérstöðu í samanburði við annað kjöt þegar kemur að hreinleika, dýrin ganga frjáls og eru ekki verksmiðjualin. Þetta allt skiptir svo miklu máli þegar á diskinn er komið.
Bestu kveðjur starfsfólk Bako Ísberg.

-
Keppni15 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata
-
Frétt4 dagar síðan
Ólöglegt litarefni fannst í paprikukryddi – Neytendur varaðir við