Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík

Birgitta Bjarney Svavarsdóttir segir frá áformum um nýtt bakarí á Öskjureitnum í viðtali við Húsavík.com.
Hjónin Birgitta Bjarney Svavarsdóttir og Geir Ívarsson stefna að því að opna nýtt bakarí á Öskjureitnum á Húsavík og eru nú í fullum undirbúningi með verkefnið. Þau reka fyrir verslunina Garðarshólma og gistingu í Öskjuhúsinu ásamt fjölskyldu sinni og mun nýja bakaríið rísa í húsnæði þeirra hjóna sem áður hýsti Víkurraf og síðar raftækjaverslunina Öryggi.
Á vef husavik.com kemur fram að rúmt ár er liðið frá því Heimabakarí lokaði starfsemi sinni hinum megin við götuna og segir Birgitta að frá þeim tíma hafi hugmyndin um nýtt bakarí í miðbænum oft verið henni hugleikin. Að hennar sögn sé Húsavík einfaldlega staður sem þurfi að bjóða upp á gott bakarí og þegar húsnæðið losnaði hafi legið beint við að láta slag standa.
Stefnt er að því að opna á vormánuðum og segir Birgitta að neðri hæð hússins muni hýsa rúmgóðan og fallegan sal. Um sé að ræða hús með langa og merkilega sögu sem þau vilji nýta vel og gefa nýtt líf. Hún leggur jafnframt áherslu á að bakaríið verði lifandi vettvangur þar sem úrvalið verði ekki hið sama frá degi til dags.
Bakarinn Friðrik Marinó mun leiða baksturinn og fær hann, að sögn Birgittu, frjálsar hendur í sköpuninni. Hún lýsir honum sem afar hugmyndaríkum fagmanni og segir að sú nálgun falli vel að þeirri sýn sem þau hafi fyrir bakaríið. Markmiðið sé að styrkja miðbæinn, auka mannlíf og skapa stað sem bæði heimamenn og gestir geti notið.
View this post on Instagram
Hægt er að horfa á viðtal við Birgittu í spilara Húsavík.com þar sem hún fer nánar yfir hugmyndina og framtíðarsýn bakarísins.
Mynd: skjáskot úr myndbandi á husavik.com
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar





