Smári Valtýr Sæbjörnsson
Nýtt ár og ný markmið hjá Menu veitingum | Opnar veitingasölu í Offanum
Menu veitingar sem staðsett er í Officeraklúbbnum á Ásbrú í Reykjanesbæ hefur áralanga reynslu í að þjónusta fjölda fyrirtækja og stofnana með því að sjá um mötuneyti, eldhús og útvega bakkamat á vinnusvæði svo fátt eitt sé nefnt.
Menu veitingar er ein stærsta veisluþjónusta á Suðurnesjum en hjá fyrirtækinu starfa fjórir faglærðir matreiðslumenn, af þeim eru þrír með meistararéttindi í faginu, auk fjölda annara hjálparkokka.
Nú er svo komið að því að Menu veitingar opnar veitingasölu í fyrsta sinn í hádeginu í Offanum á morgun 4. janúar 2016, en fyrirtækið er einnig með veitingasölu í matsal Keilis á Ásbrú.
Ég er búinn að vera að velta þessu fyrir mér í langan tíma hvort það væri ekki kominn tími á að opna Offann sem hádegisverðastað og fannst þetta vera rétti tíminn. Viðskiptavinir hafa verið að spyrjast fyrir um þetta og fannst vanta stað hérna uppfrá sem myndi bjóða upp á annað en pizzu og hamborgara.
Það eru kominn í það minnsta fjögur hótel hér á Ásbrú og á annað hundrað fyrirtæki og núna förum við með þetta á stað á mánudaginn.
Nýtt ár og ný markmið, verðum með opið alla virka daga frá ellefu þrjátíu til fjórtán.
sagði Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari og eigandi Menu veitinga í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hádegismatinn í Officeraklúbbnum.
Í boði er fiskur dagsins, kjötréttur dagsins, súpa og brakandi ferskur salatbar.
Matseðill 4. til 8. janúar er eftirfarandi:
Mánudagur
Bakaður þorskur með kryddhjúpi og rækjum ásamt karrýsósu, hrísgrjónum, grænmeti og fersku salati.
Djúpsteikt kjúklingabuff með brúnni sósu og steiktum kartöflum.
Brakandi ferskur salatbar.
Blómkálssúpa.
Þriðjudagur
Sænskar kjötbollur með brúnni sósu, rabarbarasultu og rauðkáli.
Pönnusteiktar gellur með hvítlaukssósu, soðnum kartöflum og grænmeti.
Brakandi ferskur salatbar.
Rjómalöguð aspassúpa
Miðvikudagur
Steiktur lax með Hollandaise-sósu, soðnum kartöflum og agúrkusalati.
Steiktar pylsur með lauk, kartöflusalati og sinnepssósu.
Brakandi ferskur salatbar.
Tómatsúpa.
Fimmtudagur
Nautasnitsel með piparsósu, steiktum kartöflum, rauðkáli og sultu.
Nætursaltaður þorskur með smjörbráð, soðnum kartöflum og rótargrænmeti.
Brakandi ferskur salatbar.
Sveppasúpa.
Föstudagur
Grísastrimlar í súrsætri sósu með hrísgrjónum og salati.
Djúpsteiktur fiskur með kokteilsósu, parísarkartöflum og hrásalati.
Brakandi ferskur salatbar.
Marakósk kjötsúpa.
Herlegheitin kostar 1350 kr og er afgreitt á hlaðborði.
Myndir: menu4u.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús








