Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýsköpunarsmakk í Iðnó
Nýsköpunarvikan heldur í fyrsta sinn í ár Nýsköpunarsmakk í Iðnó á föstudaginn frá 16:00-18:00 og eru öll velkomin. Frumkvöðlar í mat og drykk munu bjóða gestum upp á að smakka afurðir sínar.
Það verður fjölbreyttur úrval í boði: steikt témpeh frá Vegangerðinni, fersk krydd frá Mabrúka beint frá Túnis, rjómalíkjör frá Jökla, drykkir frá Eimverk, Pestó frá Pesto.is, gos frá Könglum, íslenskt kombucha frá Kubalubra, sinnep frá Svövu og stökkan ost frá Lava Cheese.
Þarna er kjörið tækifæri fyrir veitingageirann að kynnast nýju hráefni sem er framleitt á Íslandi.
Frumkvöðlarnir í Vegangerðinni (ekki Vegagerðinni) hafa séð um að skipuleggja Nýsköpunarsmakkið og fengu mikla aðstoð frá fyrirtækinu Karrot og Samtökum smáframleiðanda (SSM).
„Þökk sé lifandi samfélagi og duglegum sprotum tókst okkur að ná saman góðum hópi í Iðnó með fjölbreytt úrval. Ísland hefur að geyma öfluga matarsprotasenu sem kemur flestu fólki á óvart.“
Segir Kristján Thors, einn skipuleggjanda.
Nýsköpunarvikan er alþjóðleg og er einnig kölluð Iceland innovation week og er haldinn árlega á vorin. Þar er að finna röð fyrirlestra frá sprotum og fyrirtækjum í nýsköpun, heimboða til sprotafyrirtækja og matarboða.
Hægt er að skoða viðburðinn hér á Facebook.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024