Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýsköpunarsmakk í Iðnó
Nýsköpunarvikan heldur í fyrsta sinn í ár Nýsköpunarsmakk í Iðnó á föstudaginn frá 16:00-18:00 og eru öll velkomin. Frumkvöðlar í mat og drykk munu bjóða gestum upp á að smakka afurðir sínar.
Það verður fjölbreyttur úrval í boði: steikt témpeh frá Vegangerðinni, fersk krydd frá Mabrúka beint frá Túnis, rjómalíkjör frá Jökla, drykkir frá Eimverk, Pestó frá Pesto.is, gos frá Könglum, íslenskt kombucha frá Kubalubra, sinnep frá Svövu og stökkan ost frá Lava Cheese.
Þarna er kjörið tækifæri fyrir veitingageirann að kynnast nýju hráefni sem er framleitt á Íslandi.
Frumkvöðlarnir í Vegangerðinni (ekki Vegagerðinni) hafa séð um að skipuleggja Nýsköpunarsmakkið og fengu mikla aðstoð frá fyrirtækinu Karrot og Samtökum smáframleiðanda (SSM).
![Nýsköpunarsmakk í Iðnó](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2022/05/idno-smakk.jpg)
Kristján Thors, meðstofnandi Vegangerðarinnar og einn skipuleggjenda Nýsköpunarsmakks. Kristján heldur á ferskum témpeh hleif frá Vegangerðinni.
„Þökk sé lifandi samfélagi og duglegum sprotum tókst okkur að ná saman góðum hópi í Iðnó með fjölbreytt úrval. Ísland hefur að geyma öfluga matarsprotasenu sem kemur flestu fólki á óvart.“
Segir Kristján Thors, einn skipuleggjanda.
Nýsköpunarvikan er alþjóðleg og er einnig kölluð Iceland innovation week og er haldinn árlega á vorin. Þar er að finna röð fyrirlestra frá sprotum og fyrirtækjum í nýsköpun, heimboða til sprotafyrirtækja og matarboða.
Hægt er að skoða viðburðinn hér á Facebook.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný