Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr veitingastaður opnar á Ísafirði – Oddur: „Bubbly er búinn að vera draumur hjá mér lengur en ég get munað..“
Bubbly bistro & wine er nýr veitingastaður á Ísafirði, en hann opnaði formlega 11. júni sl. Bubbly er staðsettur við Austurveg 1, þar sem Mama mia pizzastaðurinn var áður til húsa.
Staðurinn tekur 24 í sæti í mat, 10 í drykk og snarl en salurinn skiptist í tvennt, stólar, borð og bekkur öðru megin og hinu megin er sófi og hægindastólar til að sitja og njóta með vínglas, osta og fallegt útsýni á fjöll og fjörð.
Eigendur eru Oddur Andri Thomasson Ahrens og Igor Gogolev, en þeir giftu sig fyrir tveimur árum og búa á Flateyri þar sem þeir keyptu sér hús í fyrra og eru að gera upp, en þeir eiga líka og reka Víkurskálann í Bolungarvík en Oddur bjó þar í 6 ár.
Bubbly hefur verið langþráður draumur og byrjaði sem PopUp á Vagninum snemma á árinu þegar hátíðin Vetrar Pride var haldin, með miklum undirtektum og gleði og hugmyndin að Bubbly vaknaði á hátíðinni og þróaðist í þann stað sem er í dag.
“Bubbly er búinn að vera draumur hjá mér lengur en ég get munað. Nú hefur staðurinn loks litið dagsins ljós og vona ég að þið njótið þess sem við höfum skapað.
Mig langar að þakka þeim vinum sem hafa aðstoðað mig í þessari vegferð (þið vitið hver þið eruð), systur minni sem hannaði vínseðilinn okkar & makanum mínum sem hefur ávallt staðið þétt við bakið á mér þrátt fyrir “brjálaðar” skyndihugdettur, eins og morguninn sem ég tók þetta húsnæði á leigu nánast án umhugsunar.”
Sagði Oddur í samtali við veitingageirinn.is.
Charlotta Rós Sigmundsdóttir, systir Odds, er framreiðslumaður að mennt, lokið WSET 2 í vínþjóninum og rak síðast Vínstúkuna tíu sopar og opnaði Bodega sem var þá í eigu Snaps þar sem hún vann líka til fjölda ára.
„Oddur hannaði staðinn sjálfur, fór til Barcelóna til að læra innanhúss arkitekt og hefur alltaf verið með gott auga fyrir hönnun og flinkur við að smíða. Á sama leiti er hann frábær kokkur, vandvirkur og með mikla ástríðu fyrir að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt.
Þetta endurspeglast í frábærum réttum og matseðil sem er lifandi og sífellt að breytast með árstíðum og ástríðu.“
Sagði Charlotta Rós:
Með fullan bíl að víni fyrir 30 flösku vínseðil
„Opnunin á Bubbly gekk vonum framar, við vorum búin að undirbúa okkur undir bið eftir loka umsögn frá Sýslumanni sem beið þá eftir byggingarfulltrúa.
Við fengum svo símtal um að leyfið væri komið í höfn og fór ég beint af stað frá Reykjavík með fullan bíl að víni fyrir 30 flösku vínseðil allt frá frábærum klassískum boltum eins og Brunelo, Chablis Premium Cru í skrítin og skemmtileg náttúruvín, sem fengu svo nokkra daga til að jafna sig eftir bílferðina.“
Sagði Charlotta Rós hress, aðspurð um vínseðilinn og opnunina á Bubbly, en þau systkinin hafa lengi langað til að sameina krafta sína í skemmtilegt verkefni.
“Vínseðillinn okkar er hannaður með það að markmiði að geta boðið upp á fjölbreytt úrval af vínum. Frá framúrskarandi kampavínum, yfir í skemmtileg náttúrvín og allt þar á milli.”
Sagði Charlotta Rós að lokum.
Á döfinni á Bubbly í júlí og ágúst er: sjávarréttar-PopUp þar sem boðið verður upp á krækling og hörpuskel sem kafað er eftir í firðinum, kavíar og að sjálfsögðu eðalvín. PopUp með Sigríði Soffíu sem hannaði Elexír (íslenskur Spritz) sem meðal annars er gerður úr rabbabara af vestan. Kokteilaskólinn verður með kokteil námskeið 16. júlí, vínsmakk / vínnámskeið í ágúst svo fátt eitt sé nefnt.
Sumaropnun hjá Bubbly er:
Þriðjudag – fimmtudag 11:45 – 22+
Föstudag og laugardag 11:45 – 23+
Opið lengur eftir kátínu og flöskusölu.
Eldhúsið lokar á sama tíma og staðurinn og er ávallt eitthvað á boðstólnum á meðan staðurinn er opinn.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn11 minutes síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var