Vertu memm

Keppni

Nýr þjálfari Kokkalandsliðsins

Birting:

þann

Ari Þór Gunnarsson

Ari Þór Gunnarsson

Klúbbur matreiðslumeistara sem á og rekur Kokkalandsliðið hefur valið Ara Þór Gunnarsson sem nýjan þjálfara liðsins.

Ara er falið það verkefni að fylgja eftir frábærum árangri liðsins á síðasta stórmóti, þegar Kokkalandsliðið kom heim með bronsverðlaun frá Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir voru í Stuttgart fyrir ári síðan.

Ari hóf nám í matreiðslu á Sjávarkjallaranum en útskrifaðist af Veitingarstaðnum Fiskfélagið. Eftir útskrift tók hann við sem yfirkokkur á sama stað og gegndi því starfi næstu 9 árin.  Ari útskrifaðist frá Hótel,- og matvælaskólanum í MK í Kópavogi með sveinsbréf í matreiðslu árið 2010. Í dag starfar hann  sem söluráðgjafi hjá Fastus ehf.

Aðspurður hvers vegna Ari hafi ákveðið að læra matreiðslu, var svarið að hann hafi alveg frá því hann muni eftir sér heillast af handverki, sem hafi svo þróast í ástríðu fyrir handverksmatargerð. Keppnismatreiðsla hefur fylgt honum frá því hann byrjaði að læra, fyrst í nemakeppnum en hann varð matreiðslunemi ársins 2008 og 2009.

Ari hefur keppt í Kokkur ársins og var meðlimur í  Kokkalandsliðinu sem keppti á Heimsmeistaramótinu 2014 og 2018.  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ari tekur að sér þjálfun en hann var aðstoðarþjálfari fyrir Norrænu nemakeppnina 2011 og 2012 en var svo aðalþjálfari 2013 og 2014 með góðum árangri, að því er fram kemur í tilkynningu frá Klúbbi Matreiðslumeistara.

Ari er fjölskyldumaður, trúlofaður Eydísi Rut Ómarsdóttir og eiga þau tvær dætur Emilíu Ösp og Ísabellu Eik.

„Það að ná árangri á stórmótum kostar mikla vinnu frá öllum þeim sem koma að liðinu. Liðið hefur undanfarin ár æft í húsnæði fagfélagana á Stórhöfða og á Matvís miklar þakkir fyrir að veita þá aðstöðu. Bakhjarlar og styrktaraðilar eiga miklar þakkir fyrir að standa þétt að baki okkar, án þeirra stuðnings væri ekki hægt að halda út starfi Kokkalandsliðsins,“

segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara.

„Ég hef alltaf reynt að vinna eftir ráði sem pabbi minn sagði við mig þegar ég varð yfirmatreiðslumaður. „Ef þú vilt ná því best fram í fólki, þá skaltu vinna með því ekki yfir því,“

sagði Ari.

Nú á næstu vikum hefjast æfingar fyrir næsta mót og er mikil vinna framundan til að fylgja eftir frábærum árangri liðsins á liðnum árum. Í mars verður landsliðshópurinn sem mun taka þátt í æfingum verða kynntur.

Fleiri fréttir af Ara hér.

Fréttir af Kokkalandsliðinu hér.

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið