Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýr matseðill á Ísafold | Birgjar veitingastaðarins sérvaldir með velferð dýra og náttúru að leiðarljósi
Ísafold Restaurant sem staðsettur er á Þingholtsstrætinu í Reykjavík hefur að undanförnu verið að vinna að miklum breytingum og þar á meðal komin með nýjan matseðil og á honum er meðal annars 6 rétta seðil á 8.990 kr.
Í nýja matseðlinum er lagt áherslu á að bjóða upp á ferskt íslenskt gæðahráefni og eru birgjar veitingastaðarins sérvaldir með velferð dýra og náttúru að leiðarljósi, sem önnur veitingahús ættu að taka til fyrirmyndar.
Matargerðin er norræn og réttirnir bornir fram á einstaklega fallegan máta og oft á tíðum með skemmtilegu „twisti“ eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:
Yfirmatreiðslumaður er Úlfur Uggason.
Á Ísafold bar er einnig nýbúið að fara yfir vínseðilinn og á honum er úrval af gæðavínum ásamt skemmtilegum kokteilum og einstaklega góðu úrvali af viskí víðs vegar úr heiminum, en vínseðilinn er hægt að skoða með því að smella hér.
Nánari upplýsingar um Ísafold er að finna á www.isafoldrestaurant.is
Myndir: Ragnar Visage.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður