Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýr matseðill á Ísafold | Birgjar veitingastaðarins sérvaldir með velferð dýra og náttúru að leiðarljósi
Ísafold Restaurant sem staðsettur er á Þingholtsstrætinu í Reykjavík hefur að undanförnu verið að vinna að miklum breytingum og þar á meðal komin með nýjan matseðil og á honum er meðal annars 6 rétta seðil á 8.990 kr.
Í nýja matseðlinum er lagt áherslu á að bjóða upp á ferskt íslenskt gæðahráefni og eru birgjar veitingastaðarins sérvaldir með velferð dýra og náttúru að leiðarljósi, sem önnur veitingahús ættu að taka til fyrirmyndar.
Matargerðin er norræn og réttirnir bornir fram á einstaklega fallegan máta og oft á tíðum með skemmtilegu „twisti“ eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:

Hægelduð íslensk andabringa frá Kanastöðum í Landeyjum.
Borin fram með timian kartöflum, sveppasalati og kraftmiklum Madeira gljáa.
Yfirmatreiðslumaður er Úlfur Uggason.
Á Ísafold bar er einnig nýbúið að fara yfir vínseðilinn og á honum er úrval af gæðavínum ásamt skemmtilegum kokteilum og einstaklega góðu úrvali af viskí víðs vegar úr heiminum, en vínseðilinn er hægt að skoða með því að smella hér.
Nánari upplýsingar um Ísafold er að finna á www.isafoldrestaurant.is
Myndir: Ragnar Visage.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya










