Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýr matseðill á Ísafold | Birgjar veitingastaðarins sérvaldir með velferð dýra og náttúru að leiðarljósi
Ísafold Restaurant sem staðsettur er á Þingholtsstrætinu í Reykjavík hefur að undanförnu verið að vinna að miklum breytingum og þar á meðal komin með nýjan matseðil og á honum er meðal annars 6 rétta seðil á 8.990 kr.
Í nýja matseðlinum er lagt áherslu á að bjóða upp á ferskt íslenskt gæðahráefni og eru birgjar veitingastaðarins sérvaldir með velferð dýra og náttúru að leiðarljósi, sem önnur veitingahús ættu að taka til fyrirmyndar.
Matargerðin er norræn og réttirnir bornir fram á einstaklega fallegan máta og oft á tíðum með skemmtilegu „twisti“ eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:

Hægelduð íslensk andabringa frá Kanastöðum í Landeyjum.
Borin fram með timian kartöflum, sveppasalati og kraftmiklum Madeira gljáa.
Yfirmatreiðslumaður er Úlfur Uggason.
Á Ísafold bar er einnig nýbúið að fara yfir vínseðilinn og á honum er úrval af gæðavínum ásamt skemmtilegum kokteilum og einstaklega góðu úrvali af viskí víðs vegar úr heiminum, en vínseðilinn er hægt að skoða með því að smella hér.
Nánari upplýsingar um Ísafold er að finna á www.isafoldrestaurant.is
Myndir: Ragnar Visage.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt3 dagar síðan
Óvænt áhrif TikTok: Heimsmarkaður glímir við pistasíuskort