Viðtöl, örfréttir & frumraun
Nýr matseðill á Ísafold | Birgjar veitingastaðarins sérvaldir með velferð dýra og náttúru að leiðarljósi
Ísafold Restaurant sem staðsettur er á Þingholtsstrætinu í Reykjavík hefur að undanförnu verið að vinna að miklum breytingum og þar á meðal komin með nýjan matseðil og á honum er meðal annars 6 rétta seðil á 8.990 kr.
Í nýja matseðlinum er lagt áherslu á að bjóða upp á ferskt íslenskt gæðahráefni og eru birgjar veitingastaðarins sérvaldir með velferð dýra og náttúru að leiðarljósi, sem önnur veitingahús ættu að taka til fyrirmyndar.
Matargerðin er norræn og réttirnir bornir fram á einstaklega fallegan máta og oft á tíðum með skemmtilegu „twisti“ eins og sjá má á meðfylgjandi myndum:
Yfirmatreiðslumaður er Úlfur Uggason.
Á Ísafold bar er einnig nýbúið að fara yfir vínseðilinn og á honum er úrval af gæðavínum ásamt skemmtilegum kokteilum og einstaklega góðu úrvali af viskí víðs vegar úr heiminum, en vínseðilinn er hægt að skoða með því að smella hér.
Nánari upplýsingar um Ísafold er að finna á www.isafoldrestaurant.is
Myndir: Ragnar Visage.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur