Freisting
Nýr kínverskur veitingastaður í Reykjanesbæ
Hjónin Yi Lin og Xue Wen Zhong hafa opnað kínverskt veitingahús á Hafnargötu 30 í Reykjanesbæ, unnendum austurlenskrar matargerðarlistar til mikillar gleði enda hefur staðurinn fengið góðar viðtökur. Nafn hans er Kína Panda.
Á Kína Panda verður kappkostað að bjóða upp á ekta kínverskan mat, matreiddan samkvæmt kínverskum hefðum sem eiga sér langa sögu í matarmenningu Kínverja.
Á Kína Panda er boðið upp á margréttað kínverskt hádegisverðarhlaðborð fyrir aðeins 1290 krónur á mann með súpu og kaffi. Áhersla er lögð á snögga þjónustu í hádeginu á sanngjörnu verði en á kvöldin er meiri áhersla lögð á notalegheit og nostur í mat og drykk. Kína Panda gerir tilboð fyrir móttöku hópa og bjóða sérstakan sal í samstarfi við Manhattan við hliðina. Manhattan selur jafnframt mat úr eldhúsi Kína Panda, þ.e. létta rétti við ýmis tilefni, hvort sem verið er að horfa á boltann eða halda starfsmannapartí.
Kína Panda er opinn frá kl. 11-22 virka daga og 16-22 um helgar. Take-Away nætursala verður um helgar í gegnum lúgu og stefnt er á heimsendingar næsta vetur.
Greint frá á Vf.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?