Freisting
Nýr kínverskur veitingastaður í Reykjanesbæ

Hjónin Yi Lin og Xue Wen Zhong hafa opnað kínverskt veitingahús á Hafnargötu 30 í Reykjanesbæ, unnendum austurlenskrar matargerðarlistar til mikillar gleði enda hefur staðurinn fengið góðar viðtökur. Nafn hans er Kína Panda.
Á Kína Panda verður kappkostað að bjóða upp á ekta kínverskan mat, matreiddan samkvæmt kínverskum hefðum sem eiga sér langa sögu í matarmenningu Kínverja.
Á Kína Panda er boðið upp á margréttað kínverskt hádegisverðarhlaðborð fyrir aðeins 1290 krónur á mann með súpu og kaffi. Áhersla er lögð á snögga þjónustu í hádeginu á sanngjörnu verði en á kvöldin er meiri áhersla lögð á notalegheit og nostur í mat og drykk. Kína Panda gerir tilboð fyrir móttöku hópa og bjóða sérstakan sal í samstarfi við Manhattan við hliðina. Manhattan selur jafnframt mat úr eldhúsi Kína Panda, þ.e. létta rétti við ýmis tilefni, hvort sem verið er að horfa á boltann eða halda starfsmannapartí.
Kína Panda er opinn frá kl. 11-22 virka daga og 16-22 um helgar. Take-Away nætursala verður um helgar í gegnum lúgu og stefnt er á heimsendingar næsta vetur.
Greint frá á Vf.is
-
Bocuse d´Or16 klukkustundir síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar1 dagur síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Keppni3 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn5 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar





