Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr íslenskur veitingastaður með fullt hús stiga á Google – Sveinn: „…næsti bær við fullnægingu“

Birting:

þann

Kröns veitingastaður við Lækjargötu 8 í Reykjavík

Beikonborgari

Kröns er nýr streetfood staður sem opnaði í miðju Covid í nóvember í fyrra. Markmið staðarins er að vera með sanngjörn verð, hágæða hráefni og notalega stemningu sem hefur klárlega slegið í gegn, en víðs vegar má lesa ummæli ánægðra viðskiptavina sem gefa staðnum toppeinkunn.

Kröns veitingastaður við Lækjargötu 8 í Reykjavík

Franklín Jóhann Margrétarson

Eigendur staðarins eru Franklín Jóhann Margrétarson matreiðslumaður sem lærði fræðin sín í Danmörku og Alma Lísa Jóhannsdóttir en þau hafa einnig rekið veitingastaðinn á Hótel Bifröst undanfarin ár.

Hamborgarar staðarins hafa hlotið mikilla vinsælda en þeir eru svokallaðir „Jucy Lucy“ borgarar, í stað þess að setja ost ofan á hamborgarann, þá eru þeir fylltir með osti, en hugmyndin af þeim er sótt til Minneapolis í Bandaríkjunum.

Kröns veitingastaður við Lækjargötu 8 í Reykjavík

Jack Daniels BBQ kjúklingavængir með lime zest og sósu

Staðurinn er opinn frá kl. 12 og er opið til kl. 20 eins og er frá mánudag til laugardags. Fljótlega stendur til að bjóða upp á morgunverð og verður þá staðurinn opinn frá kl. 07 á morgnana.

Kröns er staðsettur við Lækjargötu 8 á milli Messans og Hraðlestarinnar, þ.e. í húsnæðinu sem Icelandic streetfood var áður til húsa.

Kröns veitingastaður við Lækjargötu 8 í Reykjavík

Humartaco

„Ógleymanlegur unaður og næsti bær við fullnægingu“ skrifar Sveinn Dal Sigmarsson á facebook, þar sem hann segir skemmtilega frá upplifun sinni á staðnum hér.

„Allt sem ég hef smakkað þarna er gott og ekkert verið að spara í hráefninu. Mæli 100% með. Frábært í take away“ skrifar ánægður viðskiptavinur.

Flest stig eða umfjallanir er hægt að lesa á Google og fær staðurinn topp einkunn frá öllum. Á TripAdvisor er Kröns með „Excellent“ stig.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið