Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr íslenskur veitingastaður með fullt hús stiga á Google – Sveinn: „…næsti bær við fullnægingu“
Kröns er nýr streetfood staður sem opnaði í miðju Covid í nóvember í fyrra. Markmið staðarins er að vera með sanngjörn verð, hágæða hráefni og notalega stemningu sem hefur klárlega slegið í gegn, en víðs vegar má lesa ummæli ánægðra viðskiptavina sem gefa staðnum toppeinkunn.
Eigendur staðarins eru Franklín Jóhann Margrétarson matreiðslumaður sem lærði fræðin sín í Danmörku og Alma Lísa Jóhannsdóttir en þau hafa einnig rekið veitingastaðinn á Hótel Bifröst undanfarin ár.
Hamborgarar staðarins hafa hlotið mikilla vinsælda en þeir eru svokallaðir „Jucy Lucy“ borgarar, í stað þess að setja ost ofan á hamborgarann, þá eru þeir fylltir með osti, en hugmyndin af þeim er sótt til Minneapolis í Bandaríkjunum.
Staðurinn er opinn frá kl. 12 og er opið til kl. 20 eins og er frá mánudag til laugardags. Fljótlega stendur til að bjóða upp á morgunverð og verður þá staðurinn opinn frá kl. 07 á morgnana.
Kröns er staðsettur við Lækjargötu 8 á milli Messans og Hraðlestarinnar, þ.e. í húsnæðinu sem Icelandic streetfood var áður til húsa.
„Ógleymanlegur unaður og næsti bær við fullnægingu“ skrifar Sveinn Dal Sigmarsson á facebook, þar sem hann segir skemmtilega frá upplifun sinni á staðnum hér.
„Allt sem ég hef smakkað þarna er gott og ekkert verið að spara í hráefninu. Mæli 100% með. Frábært í take away“ skrifar ánægður viðskiptavinur.
Flest stig eða umfjallanir er hægt að lesa á Google og fær staðurinn topp einkunn frá öllum. Á TripAdvisor er Kröns með „Excellent“ stig.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati