Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Nýr forseti Klúbbs Matreiðslumeistara tekinn við keflinu | Myndir

Birting:

þann

Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara 2015

Stjórn f.v. Örn Svarfdal, Árni Þór Arnórsson, Björn Bragi Bragason forseti, Steinn Óskar Sigurðsson varaforseti, Ylfa Helgadóttir og Andreas Jacobsen gjaldkeri/ritari. Á myndina vantar Friðgeir I Eiríksson og Jóhann Sveinsson. Úr stjórn fóru Hafliði Halldórsson forseti, Stefán Viðarsson varaforseti og Hákon Már Örvarsson.
Mynd: af facebook síðu Klúbbs Matreiðslumeistara

Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara var haldinn á Hótel Natura í gær og hófst hann klukkan 09 um morgunin og lauk um klukkan 15. Hafliði Halldórsson matreiðslumaður og forseti Klúbbs Matreiðslumeistara síðastliðin ár baðst lausnar frá forsetastóli og nýr forseti er Björn Bragi Bragason matreiðslumaður og nýir inn í stjórn eru Ylfa Helgadóttir og Friðgeir I Eiríksson.

Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara 2015

Orðan hengd á nýjan forseta.
Hafliði Halldórsson og Björn Bragi Bragason.
Mynd: Örn Svarfdal

Almenn aðalfundarstörf var á dagskrá, meðlimir sæmdir Gordon Blue orðunni ofl. og var mökum félagsmanna meðal annars boðið upp á dekur í Sóley Natura Spa á meðan á fundinum stóð.

Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara 2015

Frá Aðalfundi Klúbbs Matreiðslumeistara.
Mynd: Árni Þór Arnórsson

Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara 2015

Hádegisverður á Hótel Natura.
Mynd: Árni Þór Arnórsson

Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara 2015

Meðlimir sæmdir Gordon Blue orðunni.
Mynd: Örn Svarfdal

Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara 2015

Helgi Einarsson stjórnarmeðlimur WACS tók til máls.
Mynd: Árni Þór Arnórsson

Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara 2015

Einar Geirsson og Júlía Skarphéðinsdóttir fóru yfir félagsmálin hjá KM á Norðurlandi.
Mynd: Árni Þór Arnórsson

Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara 2015

Kokkalandsliðið fær hér viðurkenningu fyrir frábæran árangur á síðasta ári.
Mynd: Örn Svarfdal

Um kvöldið var árshátíð Klúbbs Matreiðslumeistara haldin á sama stað, þ.e. á Hótel Natura og var boðið upp á 6 rétta matseðil, sem hér segir:

Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara 2015

Skelfisksalat, humar, kóngakrabbi, hvítur aspas.
Mynd: Þormóður Guðbjartsson

Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara 2015

Andarlifur, reykt önd, rósaber.
Mynd: Þormóður Guðbjartsson

Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara 2015

Sandhverfa, hnetubrúnað smjör, kapersber.
Mynd: Þormóður Guðbjartsson

Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara 2015

Nautalund Bordelaise.
Mynd: Þormóður Guðbjartsson

Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara 2015

Hafþyrniber, sykraðar jurtir.
Mynd: Þormóður Guðbjartsson

Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara 2015

Heitt, kalt og frosið Valrhona súkkulaði.
Mynd: Þormóður Guðbjartsson

 

/Smári

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið