Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Nýr forseti Klúbbs matreiðslumeistara og ný stjórn – Lestu fjölmargar KM fréttir hér, allt að 14 ár aftur í tímann

Birting:

þann

Þórir Erlingsson

Þórir Erlingsson

Á aðalfundi Klúbbs matreiðslumeistara sem haldin var á Hótel Natura þriðjudaginn 15. september síðastliðinn var kjörin ný stjórn. Björn Bragi Bragason fráfarandi forseti gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Þórir Erlingsson kjörinn forseti til tveggja ára.

Aðrir kjörnir í stjórn voru Fanney Dóra Sigurjónsdóttir varaforseti, Andreas Jacobsen gjaldkeri, Jón Guðni Þórarinsson ritari, Jóhann Sveinsson meðstjórnandi, Júlía Skarphéðinsdóttir meðstjórnandi, Ragnar Marinó Kristjánsson meðstjórnandi og Ragnar Wessman varamaður.

Fjölbreytt starfssemi

Klúbbur matreiðslumeistara stendur fyrir fjölmörgum verkefnum en það allra stærsta er rekstur á Kokkalandsliði Íslands.

Kokkalandsliðið

Íslenska kokka landsliðið og fylgdarfólk við verðlauna afhendinguna Stuttgart í vetur þar sem landsliðið lenti í þriðja sæti eins og frægt er

Frábær árangur hefur náðst á undanförnum árum en þar ber hæst árangur landsliðsins í febrúar síðastliðnum þegar liðið náði þriðja sæti á Ólympíuleikunum. Á næstu vikum verður nýr landsliðsþjálfari kynntur ásamt nýju Kokkalandsliði, en það mun taka þátt í heimsmeistaramótinu í matreiðslu sem haldið verður árið 2022 en æfingar munu hefjast í byrjun árs 2021.

Rekstur á landsliði er mjög kostnaðarsamur og er Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara skipulagður sem fjáröflun fyrir landsliðið. Hann er haldinn árlega, fyrsta eða annan laugardag í janúar, og þar töfra meðlimir klúbbsins fram 11 rétta kvöldverð með aðstoð Barþjónaklúbbsins og gefst almenningi kostur á að sækja þessa glæsilegu veislu og styrkja Kokkalandsliðið í leiðinni.

Kokkalandsliðið

Næsta stórmót

Þá er vert að nefna Sigurjón Braga Geirsson fráfarandi landsliðsþjálfara Kokkalandsliðsins, en hann mun keppa um titilinn Matreiðslumaður Norðurlandanna á Norðurlandaþingi matreiðslumeistara sem haldið verður í Hell í Noregi 27. – 30. maí á næsta ári.

Eins verður að nefna keppnina Kokkur ársins en hún verður haldin í mars 2021 en þar getur almenningur komið og fylgst með íslenskum matreiðslumönnum keppa um titilinn Kokkur ársins!

KM fréttir allt að 14 ár aftur í tímann

Til gamans, látum við fylgja fjölmargar fréttir um starfsemi KM hér, allt að 14 ár aftur í tímann:

Klúbbur matreiðslumeistara

Matreiðslumaður Norðurlanda

NKF-Chefs

Norðurlandaþing matreiðslumanna

Kokkalandsliðið

Kokkur ársins (keppnin hét áður Matreiðslumaður ársins, sjá þær fréttir hér.)

Einnig má lesa velgengni Kokkalandsliðsins allt til ársins 1978 með því að smella hér.

Myndir: aðsendar

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið