Vertu memm

Markaðurinn

Nýjustu straumar í bakstri frá erlendum sérfræðingum

Birting:

þann

Nýjustu straumar í bakstri frá erlendum sérfræðingum

Færustu erlendu sérfræðingar á sviði bakaragreinarinnar kynntu næstu kynslóð bakara helstu nýjungar og tækni í bakstri á námskeiði sem nýverið er lokið.

Í fjölbreyttri vinnustofu gáfu konditormeistarar og sérfræðingar frá þýsku fyrirtækjunum Ireks og Dreidoppel nemendum í bakaradeild Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi innsýn í strauma, stefnur og tækni, allt frá þróun nýrra bragðtegunda til útfærslu á nútímalegum kökum og brauðmeti.

„Að fá slíka sérfræðinga til okkar er einstakt tækifæri fyrir nemendur að læra af þeim bestu í greininni. Slík tengsl við alþjóðlega markaði og nýjustu strauma skipta miklu máli fyrir framtíð þeirra í faginu,“

sagði Daníel Helgi Rúnarsson, vörumerkjastjóri hjá Danól, sem stóð fyrir vinnustofunni.

Nýjustu straumar í bakstri frá erlendum sérfræðingum

Ný hráefni og aðferðir undir leiðsögn sérfræðinganna settu sterkan svip á vinnustofuna þar sem bakarar framtíðarinnar fengu einstakt tækifæri til að kynnast dýrmætum fróðleik um  hráefni, samsetningu bragða og hvernig nýjar aðferðir geta bætt gæði og útlit bakarívara.

„Nemendurnir stóðu sig frábærlega, sýndu mikinn áhuga og hjálpuðu til við undirbúning og framkvæmd námskeiðsins. Stemningin var létt og lærdómsrík – allir fóru heim með nýja þekkingu og innblástur. Eftir að námskeiðinu lauk komu margir gestir í heimsókn til að skoða afraksturinn og hitta konditorinn.

Þetta var stórkostlegur viðburður sem undirstrikar hversu mikilvæg samvinna skóla og atvinnulífs er. Slík verkefni dýpka skilning nemenda á faginu, opna augu þeirra fyrir framtíðartækifærum og styrkja tengslin milli náms og starfs,“

segir Árni Þorvarðarson hjá bakaradeild Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi.

Nýjustu straumar í bakstri frá erlendum sérfræðingum

„Þetta var afar ánægjuleg vinnustofa og það gladdi okkur mjög að sjá eldmóðinn og áhugann sem ríkir hjá íslenskum bakaranemum, sem eru svo sannarlega tilbúnir til að standa í fararbroddi greinar sinnar, íslenskum neytendum til ánægju og heilla,“

segir Rene Kristoffersen, bakari og sérfræðingur hjá Ireks, sem þekkir íslenska markaðinn vel, enda þjónustað hann í yfir aldarfjórðung.

Danól leggur mikla áherslu á að stuðla að framþróun í bakaraiðninni og telur slíkt samstarf dýrmætt fyrir nemendur og næstu kynslóðir bakara.

Nýjustu straumar í bakstri frá erlendum sérfræðingum

Auk Rene kom bakarinn Trine Tofte hjá Ireks og Dreidoppel á vinnustofuna, en hún sá um kennsluna á námskeiðinu.

Ireks er alþjóðlegt fjölskyldufyrirtæki með höfuðstöðvar í Þýskalandi sem framleiðir hágæða bakstursefni og er með viðskiptavini í 90 löndum víðsvegar um heiminn. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á rannsóknir og þróun, strangar gæðakröfur og vönduð hráefni.

Það veitir faglega ráðgjöf og tæknilega aðstoð til samstarfsaðila sinna, eins og Danól, t.d. með vinnustofum á borð við þessa þar sem uppskriftir eru prófaðar, sérhæfðar lausnir þróaðar til að uppfylla þarfir einstakra viðskiptavina og meta eiginlega og gæði helstu hráefna.

Nýjustu straumar í bakstri frá erlendum sérfræðingum

Dreidoppel er einnig þýskt og sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á ávaxta- og sætu bragðefnum fyrir bakstur, sætabrauð og ísgerð. Fyrirtækið hefur í yfir 120 ár sameinað hefðbundna handverksþekkingu með nútímalegum hugmyndum til að skapa hágæða bragðlausnir.

Danól hefur verið öflugur bakhjarl íslensks bakaraiðnaðar um árabil og leggur ávallt ríka áherslu á hágæða hráefni og framúrskarandi þjónustu. Fræðsla og fagleg þróun er stór hluti af starfsemi Danól, t.d. með fjölbreyttum námskeiðum og kynningum fyrir bæði starfandi fagfólk og bakaranema.

Þau eru haldin af sérfræðingum Danól sem og virtum erlendum kennurum sem við fáum reglulega til landsins – allt til að kynna nýjustu tækni, hráefni og þróun í bakstri.

Nýjustu straumar í bakstri frá erlendum sérfræðingum

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið