Sverrir Halldórsson
Nýjar höfuðstöðvar Garra hafa verið fjármagnaðar
Fjárfestingafélag atvinnulífsins og Garri ehf. hafa undirritað fjármögnunarsamning að fjárhæð 1,8 milljarða kr. vegna byggingar nýrra höfuðstöðva Garra ehf. að Hádegismóum 1-3. Fjárfestingafélag atvinnulífsins er fjármagnað af lífeyrissjóðum en ALM Verðbréf hf er rekstraraðili félagsins.
Gert er ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar verði um það bil 8.300 fm að stærð. Framkvæmdir eru þegar hafnar en gert er ráð fyrir að verklok verði i byrjun árs 2017, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Sigurður Kristinn Egilsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingafélags Atvinnulífsins segir í tilkynningu um málið að ánægjulegt sé að Fjárfestingafélag atvinnulífsins komi að fjármögnun nýrra höfuðstöðva Garra. Hann segir Garra vera fjárhagslega sterkt félag, sem endurspeglist í sterku lánshæfismati sem sé með því hæsta sem sjáist hjá meðalstóru íslensku fyrirtæki. Því sé ánægjulegt að geta boðið samkeppnishæf kjör í fjármögnun fyrir jafn öflugt félag og Garra ehf.
Greint frá á vidskiptabladid.is
Mynd: úr safni.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






