Sverrir Halldórsson
Nýjar höfuðstöðvar Garra hafa verið fjármagnaðar
Fjárfestingafélag atvinnulífsins og Garri ehf. hafa undirritað fjármögnunarsamning að fjárhæð 1,8 milljarða kr. vegna byggingar nýrra höfuðstöðva Garra ehf. að Hádegismóum 1-3. Fjárfestingafélag atvinnulífsins er fjármagnað af lífeyrissjóðum en ALM Verðbréf hf er rekstraraðili félagsins.
Gert er ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar verði um það bil 8.300 fm að stærð. Framkvæmdir eru þegar hafnar en gert er ráð fyrir að verklok verði i byrjun árs 2017, að því er fram kemur á vef Viðskiptablaðsins.
Sigurður Kristinn Egilsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingafélags Atvinnulífsins segir í tilkynningu um málið að ánægjulegt sé að Fjárfestingafélag atvinnulífsins komi að fjármögnun nýrra höfuðstöðva Garra. Hann segir Garra vera fjárhagslega sterkt félag, sem endurspeglist í sterku lánshæfismati sem sé með því hæsta sem sjáist hjá meðalstóru íslensku fyrirtæki. Því sé ánægjulegt að geta boðið samkeppnishæf kjör í fjármögnun fyrir jafn öflugt félag og Garra ehf.
Greint frá á vidskiptabladid.is
Mynd: úr safni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi