Keppni
Nýja Kokkalandsliðið hefur hafið undirbúning fyrir Ólympíuleikana 2016

Liðsmynd, f.v. nöfn og vinnustaðir: Steinn Óskar Sigurðsson Vodafone, Jóhannes Steinn Jóhannesson Slippbarinn, Guðmundur Björnsson Vox, Axel Clausen Fiskmarkaðnum, Ylfa Helgadóttir Kopar, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn, Hrafnkell Sigríðarson Silfra Ion Hótel, Garðar K Garðarsson Strikinu, Axel Þorsteinsson Apótek, Hafsteinn Ólafsson Apótek, Gísli Matthías Auðunsson Slippnum/Matur og Drykkur, Atli Þór Erlendsson Grillinu, Ari Þór Gunnarsson Fiskfélaginu og Þráinn Freyr Vigfússon Lava Bláa Lóninu. Á myndina vantar Mariu Shramko.
Kokkalandsliðið hefur hafið undirbúning fyrir Ólympíuleika í matreiðslu sem verða haldnir í október 2016 í Erfurt Þýskalandi. Þá hefur liðið verið endurskipað með nýjum liðsmönnum sem bætast í þann góðan hóp sem fyrir er. Kokkalandsliðið náði besta árangri liðsins í sögunni á liðnu ári með 5.sæti á Heimsmeistaramóti í matreiðslu og vann á sama móti til tvennra gullverðlauna.
Æfingar eru hafnar og standa yfir fram að keppni á Ólympíuleikum, liðmenn æfa og funda stíft til að fylgja eftir góðum árangri í samræmi við háleit markmið, segir í fréttatilkynningu frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara.
Markmið Kokkalandsliðsins eru meðal annars að efla áhuga á matargerð og fagmennsku í gerð matar á Íslandi, vekja áhuga ungs fólks á matargerð og keppa stolt fyrir hönd þjóðarinnar með háleit markmið.
Klúbbur matreiðslumeistara vinnur að eflingu íslenskrar matreiðslu og matarmenningar með rekstri Kokkalandsliðsins og annara verkefna í keppnismatreiðslu.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni3 dagar síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Frétt2 dagar síðan
Kolaportið sem miðstöð matar, menningar og markaðsviðburða – Auglýst eftir rekstraraðila