Keppni
Nýja Kokkalandsliðið hefur hafið undirbúning fyrir Ólympíuleikana 2016

Liðsmynd, f.v. nöfn og vinnustaðir: Steinn Óskar Sigurðsson Vodafone, Jóhannes Steinn Jóhannesson Slippbarinn, Guðmundur Björnsson Vox, Axel Clausen Fiskmarkaðnum, Ylfa Helgadóttir Kopar, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn, Hrafnkell Sigríðarson Silfra Ion Hótel, Garðar K Garðarsson Strikinu, Axel Þorsteinsson Apótek, Hafsteinn Ólafsson Apótek, Gísli Matthías Auðunsson Slippnum/Matur og Drykkur, Atli Þór Erlendsson Grillinu, Ari Þór Gunnarsson Fiskfélaginu og Þráinn Freyr Vigfússon Lava Bláa Lóninu. Á myndina vantar Mariu Shramko.
Kokkalandsliðið hefur hafið undirbúning fyrir Ólympíuleika í matreiðslu sem verða haldnir í október 2016 í Erfurt Þýskalandi. Þá hefur liðið verið endurskipað með nýjum liðsmönnum sem bætast í þann góðan hóp sem fyrir er. Kokkalandsliðið náði besta árangri liðsins í sögunni á liðnu ári með 5.sæti á Heimsmeistaramóti í matreiðslu og vann á sama móti til tvennra gullverðlauna.
Æfingar eru hafnar og standa yfir fram að keppni á Ólympíuleikum, liðmenn æfa og funda stíft til að fylgja eftir góðum árangri í samræmi við háleit markmið, segir í fréttatilkynningu frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara.
Markmið Kokkalandsliðsins eru meðal annars að efla áhuga á matargerð og fagmennsku í gerð matar á Íslandi, vekja áhuga ungs fólks á matargerð og keppa stolt fyrir hönd þjóðarinnar með háleit markmið.
Klúbbur matreiðslumeistara vinnur að eflingu íslenskrar matreiðslu og matarmenningar með rekstri Kokkalandsliðsins og annara verkefna í keppnismatreiðslu.
-
Markaðurinn6 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn6 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni7 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles





