Starfsmannavelta
Nýir rekstraraðilar taka við Þrastalundi
Þrastalundur hefur nú opnað að nýju eftir eigendaskipti og nokkrar breytingar hafa verið gerðar.
Nýr matseðill er í boði þar sem hægt er að velja um nokkra forrétti, súpur og einnig hamborgara, samlokur, steiktan fiskrétt, BBQ rif, pasta, kjúklingabringur og eftirréttir svo fátt eitt sé nefnt.
Yfirkokkur staðarins er Celio Sosa, en hann er jafnframt eigandi ásamt Birni Baldurssyni.
Þeir félagar hafa séð um rekstur á veitingastaðnum Surf and Turf á Selfossi undanfarin ár, sem er nú til sölu á sérstöku tilboði eða eins og fram kemur í smáauglýsingunum hér á veitingageirinn.is:
„Veitingastaður við þjóðveg 1 á Selfossi. Staðurinn tekur 40 manns í sæti og er vel tækjum búinn. Góður sólpallur bak við sem tekur 40 manns. Búinn að vera í rekstri síðan 2013 sem slíkur, en áður var í húsinu Hrói Höttur á 18 ár.
Afar góður leigusali og leigan um 340.000 kr. á mánuði. Hefur verið með fína ársveltu og gott gengi undanfarin ár.
Eigandi kominn í annað og mjög krefjandi starf og hefur lækkað söluverðið úr 20 milljónum í 12 milljónir af þessum sökum.“
Á Þrastarlundi hefur verið í boði eldbakaðar pizzur en er ekki lengur í boði.
Lækkað verð í kaffiteríunni og versluninni
Í kaffiteríunni er ýmislegt á boðstólnum svo sem pylsur, allar tegundir af kaffi og heitt súkkulaði. Bakkelsi, vöfflur með rjóma, heitar samlokur ásamt súpu með heitu brauði.
Verslunin er í mótun hjá eigendum, en markmiðið er að bjóða upp á flest sem gott er að grípa með sér á leiðinni í bústaðinn eða heim. Gas, tóbak, fatnaður, nauðsynjavörur og ýmislegt fleira.
Eigendur hafa lækkað verð á flest öllum vörum.
Mynd: facebook / Þrastalundur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt5 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti