Starfsmannavelta
Nýir eigendur á veitingastaðnum Strikið
Frá og með deginum í dag þá munu hjónin Carsten Tarnow og Fjóla Hermannsdóttir Tarnow taka við rekstri Striksins á Akureyri af þeim Hebu Finnsdóttur og Jóhanni Inga Davíðssyni , en þau hafa rekið veitingastaðinn í sextán ár.
Carsten og Fjóla eru vel kunnug í veitinga/ferðaþjónustunni en þau reka einnig Centrum Hotel og Centrum Kitchen & Bar á Akureyri.
Strikið var stofnað 22. desember 2005 og er staðsett á fimmtu hæð við Skipagötu 14 á Akureyri.
Á Strikinu eru tveir salir og er útsýnið frá þeim báðum stórfenglegt þar sem horft er yfir pollinn og út til fjalla. Á sumrin bætist við svalirnar sem er með útsýni til allra átta.
Mynd: Strikið

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt21 klukkustund síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!