Starfsmannavelta
Nýir eigendur á veitingastaðnum Strikið
Frá og með deginum í dag þá munu hjónin Carsten Tarnow og Fjóla Hermannsdóttir Tarnow taka við rekstri Striksins á Akureyri af þeim Hebu Finnsdóttur og Jóhanni Inga Davíðssyni , en þau hafa rekið veitingastaðinn í sextán ár.
Carsten og Fjóla eru vel kunnug í veitinga/ferðaþjónustunni en þau reka einnig Centrum Hotel og Centrum Kitchen & Bar á Akureyri.
Strikið var stofnað 22. desember 2005 og er staðsett á fimmtu hæð við Skipagötu 14 á Akureyri.
Á Strikinu eru tveir salir og er útsýnið frá þeim báðum stórfenglegt þar sem horft er yfir pollinn og út til fjalla. Á sumrin bætist við svalirnar sem er með útsýni til allra átta.
Mynd: Strikið

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti