Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Ný og glæsileg mathöll opnar í miðju „Wall street“ Íslands

Birting:

þann

BORG29

Þrátt fyrir einstaka tíma þá eru margir bjartsýnir á framtíðina í dag, en núna næstu daga ætla eldhressir stórhugar að opna eina glæsilegustu mathöll bæjarins í Borgartúninu.

Ég  kíkti aðeins í heimsókn í vikunni og spjallaði stutt við aðstandendur og smellti af nokkrum myndum í leiðinni. Stefnt er að því að opna formlega 18. Mars nk en einhverjar smá tafir hafa verið sökum utanaðkomandi tæknilegra vandamála en það er allt að leysast núna.

BORG29

Óhætt er að segja að þetta verður spennandi flóra veitingastaða en þarna verður: Hipstur, La Masa sem er mexican taco, Wok On sem flestir þekkja, Umami Sushi með Axel B í forsvari, Svala-Barista, Yuzu, Natalía sem er Napoletana pizzeria og síðan Bál – Grill og vínbar.

BORG29

Þetta er gríðarlega flottur hópur sem þarna verður saman komin og aðstaðan er einu orði glæsileg og töluvert öðruvísi en við eigum að venjast hér heima. Staðsetningin er einnig frábær en Borg 29 er í miðju Borgartúninu mitt í „Wall street“ Íslands og með frábæru aðgengi.

Hér koma nokkrar myndir en veitingageirinn.is mun fylgjast vel með og birta fleiri myndir síðar.

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið