Nemendur & nemakeppni
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum

Rúnar Ingi Guðjónsson, gæðafulltrúi í Kjarnafæði-Norðlenska, og kennari í kjötiðn í VMA, leiðbeinir einum af kjötiðnnemunum, Elínborgu Bessadóttur.
Níu nemendur stunda nám í kjötiðn og taka sín fyrstu skref í þessu sérhæfða fagi. Námið er hluti af matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA), þar sem áhersla er lögð á vandaða verklega kennslu, fræðilega þekkingu og öflugan undirbúning fyrir starf á breiðu sviði kjötiðnaðarins.
Í starfi kjötiðnaðarmanns fellst að vinna og pakka kjöti og kjötréttum fyrir neytendur, setja upp kjötborð og þjónusta viðskiptavini. Hann starfar meðal annars í kjötvinnslum, verslunum, sláturhúsum og við matvælasölu. Kjötiðn er löggilt iðngrein.
Við upphaf náms þurfa nemendur að vera á samningi í faginu – og því eru allir nemendur í starfi jafnhliða því sem þeir stunda námið í lotum. Kjötiðn er verklegt og bóklegt fagnám sem lýkur með sveinsprófi á 3. hæfniþrepi. Námið er 288 einingar og eru 88 einingar þess í skóla og 200 einingar eru á viðurkenndum starfsnámsstöðum sem hafa rétt til að taka nemendur á námssamning.
Við lok þessarar vorannar útskrifast hluti þeirra kjötiðnnema sem nú stundar námið í VMA en aðri nemendur síðar.
Á dögunum voru kjötiðnnemar með verklega æfingu í húsnæði matvælabrautar VMA þar sem þeir voru að æfa sig að úrbeina lambaskrokka og útbúa síðan úr þeim tilbúna steikur eða rétti.
Myndir: vma.is
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel11 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park




















