Nemendur & nemakeppni
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum

Rúnar Ingi Guðjónsson, gæðafulltrúi í Kjarnafæði-Norðlenska, og kennari í kjötiðn í VMA, leiðbeinir einum af kjötiðnnemunum, Elínborgu Bessadóttur.
Níu nemendur stunda nám í kjötiðn og taka sín fyrstu skref í þessu sérhæfða fagi. Námið er hluti af matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA), þar sem áhersla er lögð á vandaða verklega kennslu, fræðilega þekkingu og öflugan undirbúning fyrir starf á breiðu sviði kjötiðnaðarins.
Í starfi kjötiðnaðarmanns fellst að vinna og pakka kjöti og kjötréttum fyrir neytendur, setja upp kjötborð og þjónusta viðskiptavini. Hann starfar meðal annars í kjötvinnslum, verslunum, sláturhúsum og við matvælasölu. Kjötiðn er löggilt iðngrein.
Við upphaf náms þurfa nemendur að vera á samningi í faginu – og því eru allir nemendur í starfi jafnhliða því sem þeir stunda námið í lotum. Kjötiðn er verklegt og bóklegt fagnám sem lýkur með sveinsprófi á 3. hæfniþrepi. Námið er 288 einingar og eru 88 einingar þess í skóla og 200 einingar eru á viðurkenndum starfsnámsstöðum sem hafa rétt til að taka nemendur á námssamning.
Við lok þessarar vorannar útskrifast hluti þeirra kjötiðnnema sem nú stundar námið í VMA en aðri nemendur síðar.
Á dögunum voru kjötiðnnemar með verklega æfingu í húsnæði matvælabrautar VMA þar sem þeir voru að æfa sig að úrbeina lambaskrokka og útbúa síðan úr þeim tilbúna steikur eða rétti.
Myndir: vma.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý




















