Vertu memm

Markaðurinn

Ný framtíð – ný hæfni: Hótel, veitingastaðir og ferðaskrifstofur við hringborð IÐUNNAR

Birting:

þann

Ný framtíð – ný hæfni: Hótel, veitingastaðir og ferðaskrifstofur við hringborð IÐUNNAR

Iðan fræðslusetur og SAF bjóða öllum sem áhuga hafa að taka þátt í 90 mínútna vef-hringborðsumræðum þann 29. apríl nk. kl. 8.00  (á Zoom) með sérfræðingum í hótel-, veitinga og ferðaþjónustugreinum. Viðburðurinn er á vegum MCEU verkefnisins og Hosco ráðningarþjónustunnar. Á fundinum verður fjallað um færniþarfir og fræðsluleiðir fyrir fagfólk í greinunum. Umræðurnar byggja á niðurstöðum nýlegrar könnunar sem náði til 3.800 starfsmanna í hótel- og veitingagreinum í Evrópu.

Farið verður um víðan völl á hringborðinu og rætt um hluti eins og sjálfbærni, stafræna hæfni, stjórnun og faglega hæfni starfsfólk. Sérstök áhersla verður lögð á þær breytingar sem eru að eiga sér stað á þessum sviðum. Einnig verður fjallað um hvernig hægt er að bregðast við þessum breytingum s.s. með markvissri þjálfun starfsfólks, nýráðningum og faglegri þróunarvinnu.

Umræðunum verður skipt í tvo hluta:

  • Kynning á fyrstu niðurstöðum í MCEU verkefninu þar sem fram kemur núverandi og framtíðarþörf færni í hótel-, veitinga og ferðaþjónustugreinum.
  • Pallborðsumræður með alþjóðlegum sérfræðingum sem deila sínum sjónarmiðum og leiðum til úrbótar.

Umræðuna leiða sérfræðingar á sviði hótel, veitinga og ferðaþjónustugreina:

  • Craig Thompson – Forstjóri, THE-ICE
  • Gerard du Plessis – Aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðlegrar sölu, Lobster Ink (Ecolab)
  • John Lohr – framkvæmdastjóri samskiptasviðs, Dusit Thani College
  • Krumma Jónsdóttir – frammistöðuráðgjafi & sérfræðingur í jákvæðri sálfræði

Þinn ávinningur:

  • Uppgötvaðu hvaða færni er eftirsótt af fagfólki í hótel-, veitingagreinum og ferðaþjónustu í dag og í náinni framtíð.
  • Lærðu hvernig vinnuveitendur og fræðsluaðilar geta brugðist við vaxandi færnibili (e. skills gap).
  • Áttaðu þig á því hvað það er sem knýr fram breytingar, allt frá sjálfbærni til stafrænnar nýsköpunar.
  • Kannaðu hvernig aðferðir við þjálfun og örfræsla eru að breyta fræðsluferlinu.

Hringboðið er tilvalinn vettvangur fyrir fagfólk, leiðtoga, kennara, stjórnendur og stefnumótandi aðila sem hafa áhuga á því að byggja upp fagfólk framtíðarinnar.

Skráðu þig hér til að taka þátt í þessu mikilvæga samtali.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið