Markaðurinn
Ný framtíð – ný hæfni: Hótel, veitingastaðir og ferðaskrifstofur við hringborð IÐUNNAR
Iðan fræðslusetur og SAF bjóða öllum sem áhuga hafa að taka þátt í 90 mínútna vef-hringborðsumræðum þann 29. apríl nk. kl. 8.00 (á Zoom) með sérfræðingum í hótel-, veitinga og ferðaþjónustugreinum. Viðburðurinn er á vegum MCEU verkefnisins og Hosco ráðningarþjónustunnar. Á fundinum verður fjallað um færniþarfir og fræðsluleiðir fyrir fagfólk í greinunum. Umræðurnar byggja á niðurstöðum nýlegrar könnunar sem náði til 3.800 starfsmanna í hótel- og veitingagreinum í Evrópu.
Farið verður um víðan völl á hringborðinu og rætt um hluti eins og sjálfbærni, stafræna hæfni, stjórnun og faglega hæfni starfsfólk. Sérstök áhersla verður lögð á þær breytingar sem eru að eiga sér stað á þessum sviðum. Einnig verður fjallað um hvernig hægt er að bregðast við þessum breytingum s.s. með markvissri þjálfun starfsfólks, nýráðningum og faglegri þróunarvinnu.
Umræðunum verður skipt í tvo hluta:
- Kynning á fyrstu niðurstöðum í MCEU verkefninu þar sem fram kemur núverandi og framtíðarþörf færni í hótel-, veitinga og ferðaþjónustugreinum.
- Pallborðsumræður með alþjóðlegum sérfræðingum sem deila sínum sjónarmiðum og leiðum til úrbótar.
Umræðuna leiða sérfræðingar á sviði hótel, veitinga og ferðaþjónustugreina:
- Craig Thompson – Forstjóri, THE-ICE
- Gerard du Plessis – Aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðlegrar sölu, Lobster Ink (Ecolab)
- John Lohr – framkvæmdastjóri samskiptasviðs, Dusit Thani College
- Krumma Jónsdóttir – frammistöðuráðgjafi & sérfræðingur í jákvæðri sálfræði
Þinn ávinningur:
- Uppgötvaðu hvaða færni er eftirsótt af fagfólki í hótel-, veitingagreinum og ferðaþjónustu í dag og í náinni framtíð.
- Lærðu hvernig vinnuveitendur og fræðsluaðilar geta brugðist við vaxandi færnibili (e. skills gap).
- Áttaðu þig á því hvað það er sem knýr fram breytingar, allt frá sjálfbærni til stafrænnar nýsköpunar.
- Kannaðu hvernig aðferðir við þjálfun og örfræsla eru að breyta fræðsluferlinu.
Hringboðið er tilvalinn vettvangur fyrir fagfólk, leiðtoga, kennara, stjórnendur og stefnumótandi aðila sem hafa áhuga á því að byggja upp fagfólk framtíðarinnar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt5 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó






