KM
Nóvemberfundur Klúbbs Matreiðslumeistara
Nóvemberfundur Klúbbs Matreiðslumeistara verður haldinn í Húsi Málarans (Sólon, uppi) þriðjudaginn 3. nóvember.
Athugið að mæta tímanlega þar sem fundurinn hefst stundvíslega kl 18.00 og stendur í klukkutíma.
Að honum loknum verður snæddur risahamborgari og bjór eða annað með og fylgst með Meistaradeildinni í knattspyrnu.
Á dagskrá fundarins verður m.a:
Kynning á ungliðanum og keppninni sem fram fer í janúar á WACS
þinginu í Chile.
Kynntar hugmyndir að stofnun deildar innan KM á Norðurlandi með
aðsetur á Akureyri.
Kynning á Galakvöldi KM 9. janúar 2010
Happdrætti, dregið út í leikhléi.
Kæru félagar!
Fundur þessi er fyrst og fremst hugsaður til að brydda uppá nýjungum í starfinu og hafa skemmtilegt. Þeim sem ekki hugnast svona dagskrá geta skipt henni upp og sótt hluta hennar, allt eftir smekk hvers og eins.
Munið kokkajakka og svartar buxur
Matarverð ISK 1.500,-
Tilboð á gosi & bjór
Hlökkum til að sjá ykkur.
Stjórn KM
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA





