Vertu memm

Freisting

Notkun á kjötlími heimil í Evrópusambandinu

Birting:

þann

Starfsnefnd Evrópusambandsins um matvæli og dýraheilbrigði ákvað í gær að heimila skuli notkun kjötvinnsla á hvatanum Thrombin (ensím) – hvati sem í daglegu tali er nefndur kjötlím.

Thrombin finnst í blóði dýra og hefur þá verkun að það bindur saman kjöt. Þrátt fyrir að hvatinn teljist skaðlaus fólki, þá eru mjög deildar meiningar um ágæti notkunar hans, þar sem með notkun hvatans má umbreyta vinnslukjöti í næsta vel útlítandi steikur.

Engin breyting verður þó á næringargildi vinnslukjötsins. Næstu þrír mánuðir munu skera úr um hvort heimildin til notkunar á kjötlími er endanleg, en þar sem einungis tvö lönd, Danmörk þar á meðal, greiddu atkvæði á móti notkun þess, eru allar líkur á því að frá vorinu 2011 þurfi hver og einn neytandi að rýna vel í pakkningarnar í Evrópusambandinu.

Greint frá á Naut.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið