Keppni
Norræna nemakeppnin haldin í Helsinki – Steinn Óskar: „Íslenska liðið hefur lagt mjög hart að sér við æfingar…“
Norræna Nemakeppnin í framreiðslu og matreiðslu verður haldin í Helsinki dagana 26. og 27. apríl næstkomandi. Tveir keppendur í hvorri grein keppa saman sem lið.
Framreiðslunemarnir keppa í helstu hæfniþáttum framreiðslustarfsins s.s. þjónustu, að undirbúa, leggja á borð, brjóta saman servéttur og skreyta fyrir 6. manns, blind- vínsmakki, blöndun áfengra og óáfengra kokteila, para saman vín/drykki- og matseðil, fyrirskurð, eldsteikingu og framreiðslu.
Matreiðslunemarnir keppa meðal annars í beitingu mismunandi matreiðsluaðferða, framsetningu á réttum og bragði. Fyrri daginn er verkefnið að útbúa klassíska velouté á nýjan máta og eiga nota grænan aspas sem aðalhráefni, í millirétt á að laga tvo mismunandi lystauka (amuse bouche) þar sem nota á Brie ost og hörpuskel í skelinni. Aðalrétturinn er svo nýstárleg útgáfa af klassískri finnskri kjötsúpu ”Karelian stew” sem inniheldur nautakjöt, svínakjöt, gulrætur, lauk og krydd.
Á degi tvö er verkefnið leyni karfa (mistery basket) þar sem keppendur fá að vita aðalhráefnið rétt áður en keppnin hefst og þar vinna bæði liðin saman að gera matseðilinn sem svo matreiðslunemarnir elda og framreiðslunemarnir para vín við.
„Íslenska liðið hefur lagt mjög hart að sér við æfingar undanfarnar vikur og er núna klárt í stóru keppnina.“
Sagði Steinn Óskar Sigurðsson, leiðtogi í matvæla- og veitingagreinum Iðunnar í samtali við veitingageirinn.is.
Keppendur í framreiðslu eru Elvar Halldór Hróar Sigurðsson nemi á veitingastaðnum OTO og Daníel Árni Sverrisson nemi á veitingastaðnum Monkeys og keppendur í matreiðslu eru Andrés Björgvinsson og Óðinn Birgisson báðir nemar á Grand Hótel Reykjavík
Þjálfari framreiðslunemana er Axel Árni Herbertsson og þjálfari matreiðslunemunum er Gabríel Kristinn Bjarnason.
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux