Frétt
Nóróveira í ostrum olli matareitrun á Skelfisksmarkaðnum
Fyrr í þessum mánuði bárust fréttir af matareitrun af völdum nóróveiru hjá hópum einstaklinga í tengslum við neyslu sjávarafurða á Skelfisksmarkaðinum í Reykjavík. Staðfest hefur verið að orsök veikindanna má rekja til mengaðra ostra, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun.
Samkvæmt því sem áður hefur komið fram þá veiktust 44 einstaklingar og áttu þeir allir það sameiginlegt að hafa snætt ostrur á veitingastaðnum dagana 8. nóvember til og með 13. nóvember sl.
Nóroveirur greindust í ostrum sem voru á matseðli á þessu tímabili. Einnig er vitað um fjóra einstaklinga sem veiktust og áttu það sameiginlegt að hafa borðað ostrur á staðnum dagana 29. október til 4. nóvember.
Um er að ræða ostrur innfluttar frá Spáni sem ungviði og áfram ræktaðar til manneldis í Skjálfandaflóa af fyrirtækinu Víkurskel. Er þetta í fyrsta sinn sem nóróveira er staðfest í ostrum hér á landi. Leitað verður að uppsprettu sýkingarinnar í ostrunum.
Við skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kom í ljós að virkt móttökueftirlit og matvælaöryggiskerfi er í gildi á Skelfisksmarkaðinum.
Mynd: úr safni
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt4 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku