Frétt
Nóróveira í ostrum olli matareitrun á Skelfisksmarkaðnum
Fyrr í þessum mánuði bárust fréttir af matareitrun af völdum nóróveiru hjá hópum einstaklinga í tengslum við neyslu sjávarafurða á Skelfisksmarkaðinum í Reykjavík. Staðfest hefur verið að orsök veikindanna má rekja til mengaðra ostra, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun.
Samkvæmt því sem áður hefur komið fram þá veiktust 44 einstaklingar og áttu þeir allir það sameiginlegt að hafa snætt ostrur á veitingastaðnum dagana 8. nóvember til og með 13. nóvember sl.
Nóroveirur greindust í ostrum sem voru á matseðli á þessu tímabili. Einnig er vitað um fjóra einstaklinga sem veiktust og áttu það sameiginlegt að hafa borðað ostrur á staðnum dagana 29. október til 4. nóvember.
Um er að ræða ostrur innfluttar frá Spáni sem ungviði og áfram ræktaðar til manneldis í Skjálfandaflóa af fyrirtækinu Víkurskel. Er þetta í fyrsta sinn sem nóróveira er staðfest í ostrum hér á landi. Leitað verður að uppsprettu sýkingarinnar í ostrunum.
Við skoðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kom í ljós að virkt móttökueftirlit og matvælaöryggiskerfi er í gildi á Skelfisksmarkaðinum.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Frétt2 dagar síðanViðvörun til neytenda vegna grænmetisrétta í stórumbúðum
-
Keppni4 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður






