Sverrir Halldórsson
Norðurfjörður – 1. kafli | Landnámssetrið og Kaffi Norðurfjörður | Veitingarýni
Jæja þá eru við félagarnir lagðir af stað í enn einn túrinn og er stefnan tekin á Norðurfjörð. Við höguðum brottför þannig að við vorum í hádeginu í Borgarnesi en þar ætluðum við að snæða hádegisverð í Landnámssetrinu.
Komu við inn og var bara góð traffík en það var eitt laust borð og fengum við okkur sæti og fengum matseðla og sódavatn á kantinn.
Við ákváðum að panta eftirfarandi:
Spínatlasagna með kasjúhnetum og salati
og
Nautaborgari (150 gr) gerður úr Mýranautakjöti frá Leirulæk með smjör steiktum lauk, ofnbökuðum kartöflubátum, grænu salati, tómötum og agúrkum
Og í eftirrétt:
Eyjafjallajökull – Volgur súkkulaðihraunmoli með Erpstaðaís
og
Íslenskur grjónagrautur með kanilsykri, rúsínum og rjómablandi
Þetta var það sem við fengum á borðið:
Pasta Tagilatelle með spínati og furuhnetum, var svo sem í lagi en alls ekki það sem pantað var.
Nautaborgarinn reyndist vera buff sem minnti frekar á norska kjötköku en hamborgara úr lúxus nautakjöti, bragðið minnti mann á hlut sem var til hér á árum sem hét, hackbratenfix og var frá Knorr með bragðefnum og bindiefnum auks þess varð bragðið vont með þessu.
Svo komu ábætarnir:
Eyjafjallajökull; var skot langt framhjá.
Grjónagrauturinn; hann sló í gegn, flottari framreiðslu á honum hef ég ekki upplifað og bragðgóður, þarna sá maður blossa af metnaði sem að bjargaði hádeginu.
Héldum við svo áfram yfir Bröttubrekku í gegnum dalina og yfir á Hólmavík, þar var stutt stopp og svo haldið áfram fram hjá Gjögri, Djúpuvík og yfir í Norðurfjörð, en þar ætluðum við að gista í 2 nætur á Bergstangi sem er gistiheimili.
Fórum við inn á Kaffi Norðurfjörð og gengum beint í flasið á vertinum en hann heitir Sveinn Sveinsson framreiðslumeistari sem að flestir þekkja í gegnum Fram, Hótel Sögu og Golfið, bauð hann okkur sæti og tókum við smá spjall.
Svo vorum við orðnir svangir og fengum okkur graflax með ristuðu brauði og sinnepssósu. Smakkaðist það alveg svakalega gott.
Svo kom heimabakað brauð á borðið með basilpesto.
Alveg glerfínn matur sem að sæmdi sér vel í sveitinni.
Þá vorum við orðnir mettir og vorum farnir að sjá beddann í hillingum, þökkuðum við fyrir og löbbuðum yfir planið og inn á herbergi og beint inn í draumalandi í annars skonar ferðalag.
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill