Viðtöl, örfréttir & frumraun
NORD valið fjórða besta veitingahús á flugvelli í heiminum og í fyrsta sæti í Evrópu
Tímaritið Mens Journal hefur valið NORD veitingahús í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjórða besta veitingahús á flugvelli í heiminum og í fyrsta sæti í Evrópu.
Sæmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri NORD, segir þetta mikinn heiður og viðurkenningu á þeirri stefnu sem keyrð hefur verið undanfarin ár á veitingastaðnum. Fyrsta flokks hráefni, matgerð á staðnum, gott vöruúrval miðað við ferðatíma viðskiptavina fyrirtækisins og frábærir starfsmenn hafa skapað þessa viðurkenningu.
Við eigum þegar stóran hóp fastra viðskiptavina bæði innlendra og erlendra. Þeir hafa einnig með ábendingum og hrósi sínu hálpað okkur í þessari vegferð.
Fyrir flugstöðina er þetta enn ein fjöður í hattinn, en sem kunnugt er hefur flugstöð Leifs Eiríkssonar unnið til margvíslegra verðlauna og viðurkenninga á undarförnum árum.
Meðfylgjandi myndir eru frá opnun NORD 15. maí 2009:
Í eftirfarandi myndbandi má sjá þegar fréttamenn veitingageirans kíktu á NORD þegar veitingastaðurinn opnaði, en hér er hægt að skoða afraksturinn í bundnu máli, myndum og vídeó:
Myndir: Matthías
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni




































