Viðtöl, örfréttir & frumraun
NORD valið fjórða besta veitingahús á flugvelli í heiminum og í fyrsta sæti í Evrópu
Tímaritið Mens Journal hefur valið NORD veitingahús í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjórða besta veitingahús á flugvelli í heiminum og í fyrsta sæti í Evrópu.
Sæmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri NORD, segir þetta mikinn heiður og viðurkenningu á þeirri stefnu sem keyrð hefur verið undanfarin ár á veitingastaðnum. Fyrsta flokks hráefni, matgerð á staðnum, gott vöruúrval miðað við ferðatíma viðskiptavina fyrirtækisins og frábærir starfsmenn hafa skapað þessa viðurkenningu.
Við eigum þegar stóran hóp fastra viðskiptavina bæði innlendra og erlendra. Þeir hafa einnig með ábendingum og hrósi sínu hálpað okkur í þessari vegferð.
Fyrir flugstöðina er þetta enn ein fjöður í hattinn, en sem kunnugt er hefur flugstöð Leifs Eiríkssonar unnið til margvíslegra verðlauna og viðurkenninga á undarförnum árum.
Meðfylgjandi myndir eru frá opnun NORD 15. maí 2009:
Í eftirfarandi myndbandi má sjá þegar fréttamenn veitingageirans kíktu á NORD þegar veitingastaðurinn opnaði, en hér er hægt að skoða afraksturinn í bundnu máli, myndum og vídeó:
Myndir: Matthías
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux