Sverrir Halldórsson
Noma og The Fat Duck með pop-up í Asíu og Eyjaálfu
Noma: René Redzepi fer með Noma 2 Michelin stjörnu staður til Tokyo í byrjun árs 2015 á Mandarin Oriental hótelinu dagana 9. janúar til 31. janúar og verður lokað á meðan í Kaupmannahöfn.
Mögulegt verður að panta borða frá og með 23. júni 2014, en kostnaður er eftirfarandi, hádegisverður 39000 yen plús skattar og þjónustugjöld, kvöldverður kostar 149500 yen plús skatta og þjónustugjald en þá er innifalið gisting í Mandarin grand herbergi, morgunverður og gjöf og gildir fyrir tvo.
Er þetta í annað sinn sem Noma fer í pop-up uppákomu en árið 2012 voru þau á London’s Claridge’s í tilefni Ólympíuleikanna í London.
Verður spennandi að fylgjast með hvernig Japanir taka á móti nýnorrænni matargerð í sínum flottasta búning.
The Fat Duck: Heston Blumenthal fer með The Fat Duck 3 stjörnu Michelin veitingastað sinn til Crown Melbourne Resort í Ástralíu, í sex mánuði áður en staðurinn kemur aftur til Bray.
Staðnum verður lokað í desember 2014 og opnar í febrúar 2015 og verður opið eins og áður segir í sex mánuði og er því lýkur mun Heston og group Executive Head Chef Ashley Palmer-Watts opna Dinner by Heston Blumenthal.
Þessi uppákoma með The Fat Duck er til að fagna 20 ára afmæli staðarins.
Verður gaman að fylgjast með honum og hvernig tekst til og ekki ósennilegt að fleiri stjörnu matreiðslumenn fylgi í fótspor þeirra René og Heston.
Myndir: noma.dk og thefatduck.co.uk

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum