Markaðurinn
Nóa smástykki til stuðnings Bleiku slaufunni
Rjómasúkkulaði smástykki merkt Bleiku slaufunni eru nú fáanleg hjá Nóa Síríus og verða á boðstólum allan október mánuð. 20% af söluverði vörunnar, sem kemur í kössum með 330 stykkjum, rennur beint til átaksverkefnis Bleiku slaufunnar.
Sigrún Jónsdóttir, sölufulltrúi hjá Nóa Síríus, segir aðspurð að það sé heiður fyrir Nóa að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni.
„Salan hefur farið einstaklega vel af stað. Smástykkin eru mjög vinsæl vara meðal fyrirtækja og þetta átak gefur þeim færi á að slá tvær flugur í einu höggi, styrkja verðugt málefni og gleðja um leið starfsmenn sína og viðskiptavini.“
Hægt er að panta smástykkin í síma 575-1800 eða á [email protected].
Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Áhersla verkefnisins í ár er á það að vera til og mikilvægi þess að vera til staðar fyrir konur sem fá þær erfiðu fréttir að greinast með krabbamein. Dánartíðni kvenna af völdum krabbameins hefur lækkað um 35% á síðustu 50 árum og lífslíkur þeirra hafa nær tvöfaldast.
Krabbameinsfélagið stefnir á að auka þann árangur enn frekar og stuðningur við Bleiku slaufuna á þátt í að fækka þeim konum sem fá krabbamein og fjölga þeim sem lifa af auk þess að bæta lífsgæði þeirra.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu