Smári Valtýr Sæbjörnsson
Neytendastofa sektar Hótel Keflavík | Starfsmaður hótelsins ritaði neikvæðar umsagnir um keppinaut á erlenda bókunarvefsíðu
Neytendastofu barst erindi frá Flughótel Keflavík þar sem kvartað var vegna neikvæðra umsagna sem skrifuð voru um hótelið á bókunarvefsíðu. Taldi Flughótel Keflavík að starfsmaður annars hótels, Hótel Keflavík, hefði ritað ummælin í tengslum við bókanir fyrir ferðamenn.
Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að umsagnirnar stöfuðu frá netfangi á vegum Hótel Keflavík. Umsagnir á bókunarvefnum væru einungis ætlaðar viðskiptavinum fyrirtækja en ekki keppinautum og væri ætlað að endurspegla reynslu viðskiptavina af þjónustunni.
Neytendastofa taldi að um væri að ræða óréttmæta og villandi viðskiptahætti sem væru til þess fallnir að hafa áhrif á eftirspurn þjónustu keppinautar. Neytendastofa taldi nauðsynlegt að banna háttsemina og var 250.000 kr. stjórnvaldssekt lögð á fyrirtækið.
Ákvörðunina má nálgast hér á vefsíðu Neytendastofu.
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel19 klukkustundir síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi