Nemendur & nemakeppni
Nemakeppni Kornax 2015 – Þátttaka tilkynnist fyrir 13. febrúar
Eins og undanfarin ár verður haldin nemakeppni í bakstri og verður hún með svipuðu sniði og áður. Það er bakaradeild Hótel og matvælaskólans í Kópavogi, Kornax, Landssamband bakarameistara og Klúbbur bakarameistara sem sjá um framkvæmd keppninnar.
Forkeppni verður fimmtudag og föstudag 26. og 27. febrúar. Skipt verður í 4 – 5 manna hópa og ræðst fjöldi hópa af þátttöku. 4 keppendur komast í úrslit og verður úrslitakeppnin haldin 5.-6. mars.
Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að auka við faglega færni og öðlast dýrmæta reynslu sem mun nýtast mjög vel í verkefnum eins og verklegu lokaprófi og sveinsprófi. Keppt verður í sömu greinum og áður þ.e.a.s. gerð matbrauða, smábrauða, vínarbrauða, borðskreytingar úr brauðdeigi auk þess sem uppstilling telur einnig til stiga.
Góð verðlaun eru í boði. Allir keppendur fá viðurkenningarskjöl og allir keppendur í úrslitum fá verðlaunapening. Kornax gefur sigurvegaranum bikar til eignar. Klúbbur bakarameistara gefur auk þess veglegan farandbikar sem sigurvegarinn varðveitir í eitt ár.
Það er mjög áríðandi að þú tilkynnir þátttöku sem allra fyrst í tölvupósti, [email protected]
Upplýsingar sem þarf að senda með tölvupóstinum:
Nafn og kennitala:
Símanúmer:
Meistari:
Samningsstaður:
Þátttökuskilyrði eru þau að vera á námssamningi í bakstri.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?