Nemendur & nemakeppni
Nemakeppni Kornax 2015 – Þátttaka tilkynnist fyrir 13. febrúar
Eins og undanfarin ár verður haldin nemakeppni í bakstri og verður hún með svipuðu sniði og áður. Það er bakaradeild Hótel og matvælaskólans í Kópavogi, Kornax, Landssamband bakarameistara og Klúbbur bakarameistara sem sjá um framkvæmd keppninnar.
Forkeppni verður fimmtudag og föstudag 26. og 27. febrúar. Skipt verður í 4 – 5 manna hópa og ræðst fjöldi hópa af þátttöku. 4 keppendur komast í úrslit og verður úrslitakeppnin haldin 5.-6. mars.
Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að auka við faglega færni og öðlast dýrmæta reynslu sem mun nýtast mjög vel í verkefnum eins og verklegu lokaprófi og sveinsprófi. Keppt verður í sömu greinum og áður þ.e.a.s. gerð matbrauða, smábrauða, vínarbrauða, borðskreytingar úr brauðdeigi auk þess sem uppstilling telur einnig til stiga.
Góð verðlaun eru í boði. Allir keppendur fá viðurkenningarskjöl og allir keppendur í úrslitum fá verðlaunapening. Kornax gefur sigurvegaranum bikar til eignar. Klúbbur bakarameistara gefur auk þess veglegan farandbikar sem sigurvegarinn varðveitir í eitt ár.
Það er mjög áríðandi að þú tilkynnir þátttöku sem allra fyrst í tölvupósti, asgeir.tomasson@mk.is
Upplýsingar sem þarf að senda með tölvupóstinum:
Nafn og kennitala:
Símanúmer:
Meistari:
Samningsstaður:
Þátttökuskilyrði eru þau að vera á námssamningi í bakstri.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars