Keppni
Nemakeppni í matreiðslu og framreiðslu – forkeppni fyrir Norrænu nemakeppnina
Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema, haldin þriðjudaginn 12. nóvember 2019.
Umsókn:
Nafn:________________________________________________________________
Kennitala:_________________________Iðngrein:____________________________
Vinnustaður:________________________________________Símanúmer:_________
Netfang:___________________________________________
Meistari:____________________________________________
Skila þarf umsókn til Matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR Vatnagörðum 20. Netfang: [email protected]. Umsóknarfrestur er til 8. nóvember 2019. Keppnin fer fram þriðjudaginn 12. nóvember nk. og hefst kl. 14.
Keppnin í matreiðslu skiptist í tvo hluta, skriflegt próf og verklegan hluta þar sem verkefnið er að matreiða tvo rétti; forrétt og eftirrétt.
Keppnin í framreiðslu skiptist í:
a) skriflegt próf
b) blöndun drykkja – tveir drykkir
c) kvöldverðaruppdekkning ásamt blómum, fjórir réttir fyrir tvo gesti
d) eldsteiking
e) fjögur sérvettubrot
Ekki er ætlast til að að keppendur hafi aðgang að hjálpargögnum við úrlausn verkefnisins.
Tveir stigahæstu einstaklingarnir í matreiðslu og framreiðslu munu taka þátt í Norrænu nemakeppninni sem verður haldin í Osló dagana 24. og 25. apríl 2020.
Keppnisréttur er bundinn við aldur. Keppendur mega ekki vera eldri en 23 ára þann 1. maí 2020 og skilyrt er að nemar séu á námssamningi í maí 2020.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni20 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar19 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






