Keppni
Nemakeppni í bakstri í október 2021
Forkeppnin verður 14. og 15. október og úrslit verða 21. og 22. október 2021.
Keppnin fer fram í bakaradeild stofu v207 í Hótel- matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi.
Verkefnið er:
A. 10 faglegar spurningar.
B. 1 stór brauðategund 500 – 800 gr. 10 stk. af teg. Engar nánari skilgreiningar, frjálsar aðferðir.
C. 3 vínarbrauðstegundir 40 – 70 gr. eftir bakstur 12 stk. af tegund. Frjáls úrvinnsla úr afgangi af deigi, þó að hámarki úr 500 gr. af deigi.
E. Skraut stykki. Frjálst þema. Stærð max 50x50x50.
F. Uppstilling á fyrirfram dúkað borð í Björnsstofu. Stærð ca. 120 x 80 cm. með hvítum dúkum.
Sérstök athygli skal vakin á því að ekkert annað en keppnisframleiðslan er leyfð á borðið.
Skráning fyrir 11. okt. 2021.
Frekari fyrirspurnir varðandi keppnina má senda á [email protected]
Keppnisreglur í forkeppni:
- Keppendur hafa 5 klst. sem þeir mega nota að vild.
- Ath. allt mjöl skal vera frá Kornax.
- Keppendur koma með öll hráefni vigtuð og tilbúin en ósamsett.
- Keppendur mega koma með fyllingar og glssúr.
- Skrautdeig má koma með bakað en ósamsett.
- Engar mjölblöndur (brauðamix) eru leyfðar.
- Allar uppskriftir skulu vera rétt útreiknaðar og snyrtilega uppsettar með stutta kynningu á keppanda, skila eintaki á Thems, fyrir dómara.
- Deig afgangar mega ekki vera meiri en 250 grömm í hverri deigtegund.
- Reiknuð eru 5 refsistig fyrir hver byrjuð 250 grömm eftir það.
- Keppendur verða að hafa lokið öllum frágangi á vinnustöð og í bakaríi ásamt uppstillingu á 5 klst.
- Reiknuð eru 5 refsistig á hverjar byrjaðar 5 mínútur sem keppandi fer umfram 5 klukkustundir. (keppandi stöðvaður eftir 15 mín.)
- Þegar keppandi hefur lokið öllu skal hann láta dómara vita
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum