Vertu memm

Uppskriftir

Nautalund Wellington – Tvær uppskriftir

Birting:

þann

Nautalund Wellington

Innihald:
1 stk Nautalund (c.a. 1 kg)
200 gr smjördeig
1 stk egg til penslunar
50 gr kjörsveppir, fínt saxaðir
100 gr Laukur, fínt saxaður
2 gr steinselja, fínt söxuð
100 gr smjör
1 stk hvítlauksgeiri, fínt saxaður

Nautahakksmauk (Duxelles):
Brauðraspur
Salt og pipar

Aðferð:
1 Hreinsið nautalundirnar, bindið upp með steikingargarni og brúnið vel á pönnu. Steikið í 200 gráðu heitum ofni í 10 mín. Kælið vel.

2 Notið afskurðinn af nautalundunum í duxelið eða maukið sem fer utan um lundirnar, saxið fínt eða hakkið.

3 Bræðið smjörið á pönnu og bætið kjöthakki á, ásamt sveppum, hvítlauk og lauk. Kryddið til með salti og pipar. Bætið steinselju við og sjóðið stutta stund. Þurrkið upp með brauðraspi og kælið.

4 Fjarlægið bandið eða netið af lundunum og kryddið þær með salti og pipar. Takið smjördeigið, fletjið það út í hæfilega þykkt og skerið til.

5 Smyrjið duxelle á miðju deigsins og leggið lundina ofaná. Setjið duxelle ofaná lundina og „pakkið“ lundinni inn í deigið en lokið samskeytum með því að pensla með eggjum.

6 Leggið réttinn á smurða plötu og pennslið með eggjum. Notið afskurð deigsins í skreytingar og penslið þær einnig.

7 Bakið í 30-40 mín við 200 gráður (Kjarnhiti 65 gráður(Medium)).

8 Látið standa í nokkrar mínútur áður en fyrirskurður fer fram.

9 Framreiðið með madeirasósu eða rauðvínssósu og grænmeti (Kartöflur óþarfar).

Þó svo að uppskriftin hér að ofan sé ekki nákvæmlega eins og myndbandið hér að neðan, þá er aðferðin svipuð:

Með fylgir uppskrift frá matreiðslubók Hagkaups:

Wellington
Með Duxelles sveppafyllingu

2 pk Wewalka smjördeig

1 kg nautalund

200 gr hráskinka

1 pakki Duxelles sveppafylling, fæst í Hagkaup

4 msk Dijon sinnep

2 egg til penslunar

Byrjið á að hita ofninn í 220°C

Snyrtið nautalundina, saltið og piprið. Setjið olíu á pönnu og stillið á háan hita. Steikið kjötið í eina til tvær mínútur á öllum hliðum. Takið kjötið af pönnunni og leggið til hliðar, látið standa í u.þ.b. 10 mínútur

Setjið plastfilmuna á borðið og leggið hráskinkusneiðarnar ofaná. Setjið því næst sveppafyllinguna yfir hráskinkuna. Þerrið nautalundina lítillega og smyrjið Dijon sinnepinu jafnt yfir. Leggið lundina á miðja plastfilmuna með hráskinkunni og sveppafyllingunni. Notið plastfilmuna til að vefja lundina vel inní hráskinkuna og sveppafyllinguna. Setjið í kæli í 20 mínútur.

Takið lundina úr kæli og fjarlægið plastfilmuna. Vefjið henni í Wewalka smjördeig. Gangið úr skugga um að öll lundin sé vel hulin deginu. Sláið eggin saman í skál og penslið vel yfir deigið. Skerið með beittum hníf nokkra skurði í degið. Setjið á ofnplötu og inní ofn.

Bakið í 30-35 mínútur eða þar til kjarnhiti lundarinnar hefur náð 52°C. Látið steikina standa í 10-15 mínútur áður en hún er skorin í þykkar sneiðar og borin fram.

Mynd: úr safni

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið