Vertu memm

Uncategorized @is

Námskeið fyrir matreiðslumenn, bakara, framleiðslumenn og kjötiðnaðarmenn

Birting:

þann

Námskeið fyrir matreiðslumenn, bakara, framleiðslumenn og kjötiðnaðarmenn

Brýnsla og skerping á hnífum – Námskeið fyrir matreiðslumenn

Markmið námskeiðsins er að auka leikni þátttakenda við að brýna hnífa með með japanskri aðferð. Farið verður yfir meðferð á hnífum. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur komi með tvo til þrjá hnífa 15 – 20 sm. langa á námskeiðið. Best er að koma með Santoku eða Chef‘s hnífa.

Nánari upplýsingar um námskeiðið er hægt að lesa með því að pdf_icon smella hér.

Ostagerð – Námskeið fyrir matreiðslumenn, bakara, framleiðslumenn og kjötiðnaðarmenn

Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu þátttakenda á ostagerð og hagnýtum aðferðum við ostagerð. Framleiðsla einstakra ostategunda er skoðuð til að fá tilfinningu fyrir muninum á vinnsluaðferðum á t.d. skyri, brauðosti, gráðaosti og smurostum. Sýnikennsla og verklegar tilraunir gerðar með einfalda framleiðslu. Farið yfir heimaframleiðslu í samanburði við hefðbundna mjólkurvinnslu. Rætt ítarlega um tæki, tól og aðstöðu sem þarf fyrir hverja ostategund.

Tími gefinn í umræður um framleiðsluaðstæður og möguleika þátttakenda á heimavinnslu mjólkurafurða.  Ostagerðabókin er innifalin í verði.

Nánari upplýsingar um námskeiðið er hægt að lesa með því að pdf_icon smella hér.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið