Uncategorized @is
Námskeið fyrir matreiðslumenn, bakara, framleiðslumenn og kjötiðnaðarmenn
Brýnsla og skerping á hnífum – Námskeið fyrir matreiðslumenn
Markmið námskeiðsins er að auka leikni þátttakenda við að brýna hnífa með með japanskri aðferð. Farið verður yfir meðferð á hnífum. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur komi með tvo til þrjá hnífa 15 – 20 sm. langa á námskeiðið. Best er að koma með Santoku eða Chef‘s hnífa.
Nánari upplýsingar um námskeiðið er hægt að lesa með því að smella hér.
Ostagerð – Námskeið fyrir matreiðslumenn, bakara, framleiðslumenn og kjötiðnaðarmenn
Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu þátttakenda á ostagerð og hagnýtum aðferðum við ostagerð. Framleiðsla einstakra ostategunda er skoðuð til að fá tilfinningu fyrir muninum á vinnsluaðferðum á t.d. skyri, brauðosti, gráðaosti og smurostum. Sýnikennsla og verklegar tilraunir gerðar með einfalda framleiðslu. Farið yfir heimaframleiðslu í samanburði við hefðbundna mjólkurvinnslu. Rætt ítarlega um tæki, tól og aðstöðu sem þarf fyrir hverja ostategund.
Tími gefinn í umræður um framleiðsluaðstæður og möguleika þátttakenda á heimavinnslu mjólkurafurða. Ostagerðabókin er innifalin í verði.
Nánari upplýsingar um námskeiðið er hægt að lesa með því að smella hér.

-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur