Markaðurinn
Náðu forskoti í faginu: spennandi námskeið hjá Iðunni í október
Iðan fræðslusetur býður upp á áhugaverð og hagnýt námskeið fyrir fagfólk í matvæla- og veitingagreinum. Markmiðið er meðal annars að efla faglega hæfni og skapa tækifæri til starfsþróunar. Sjá yfirlit yfir námskeið hér.
Þann 20. október fer fram dómara- og keppnisnámskeið fyrir matreiðslumenn, haldið í samstarfi við Klúbb matreiðslumeistara. Kennari er hinn þaulreyndi Gert Klötzke, alþjóðlegur dómari og formaður keppnisnefndar Worldchefs. Námskeiðið miðar að því að kynna reglur og viðmið dómara í matreiðslukeppnum og veita matreiðslumönnum fyrstu skrefin í átt að alþjóðlegum dómararéttindum.
Daginn eftir, 21. október, verður haldið þjónustunámskeið – grunnur (Service Training – Foundation Level) í húsnæði Iðunnar í Vatnagörðum. Þar er lögð áhersla á góð vinnubrögð, framkomu og faglega þjónustu. Námskeiðinu er meðal annars ætlað að skerpa vitund óreynds þjónustufólks á muninum á afgreiðslu og þjónustu. Á námskeiðinu er farið yfir fullt af grunnþáttum þjónustu ásamt helstu atriðum sem skipta máli til að allir séu að vinna eftir sama áttavita.
Fyrir þann sem hefur þegar grunnþekkingu í þjónustu er á döfinni framhaldsnámskeið í þjónustu (Service Training – Advanced Level). Námskeiðinu er ætlað að skerpa söluvitund og skipulagshæfileika þjóna. Á námskeiðinu er farið yfir hvers vegna við seljum eitthvað en ekki bara eitthvað ásamt því að skerpa á vitund þjóna um hversu miklu máli undirbúningur skiptir. Farið er yfir skipulag er varðar hópa og hvernig best er að bera sig að varðandi nálgun og þjónustu við hina mismunandi hópa á veitingahúsum. Námskeiðið verður haldið 28. október.
Einnig er á ostanámskeið með Bjarka Long, á dagskrá Iðunnar, þann 25. október. Þar fá þátttakendur fá innsýn í úrval osta, framleiðsluferli þeirra og notkun í matargerð. Þetta námskeið býður áhugasömum möguleika á að dýpka þekkingu sína á ostum og tengdum hráefnum.
Vaktstjóranámskeið / Shift Manager Course er á dagskrá þann 4. nóvember. Þetta námskeið er sniðið að þeim sem stýra vöktum í veitingarekstri. Hér er farið yfir mörg af þeim helstu atriðum sem góður stjórnandi þarf að tileinka sér. Farið er yfir mannlega þáttinn, breytt tíðarfar og breytta sýn ungs fólks á stjórnendur og stjórnendahætti dagsins í dag. Námskeiðið er mikið byggt á samtölum og rökræðum um hvernig og hvers vegna.
Nánari upplýsingar og skráningu má finna á vef Iðunnar, idan.is, þar sem finna má öll námskeið hjá Iðunni, jafnt á matvæla- og veitingasviði sem öðrum sviðum.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn7 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






