Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
Verslun Krónunnar á Bíldshöfða opnar á ný í dag, fimmtudaginn 28. nóvember, eftir allsherjar endurnýjun þar sem markmið breytinganna er að mæta betur fjölbreyttum þörfum viðskiptavina og bæta upplifun til muna.
Starfsfólk Krónunnar hefur staðið vaktina síðustu daga að fylla hillur með nýjum vörum og koma öllu í stand svo hægt sé að opna tímanlega fyrir jólin.
Hönnuð að þörfum nútímans
„Við erum ákaflega ánægð með að bjóða viðskiptavini okkar velkomna á ný í verslun okkar á Bíldshöfða sem nú hefur verið endurhönnuð til að mæta sem best þörfum nútímans. Verslunin var opnuð á Bíldshöfða árið 2003 sem níunda verslunin undir merki Krónunnar og því kominn tími á endurnýjun.
Sem ávallt fær ferskleiki og fjölbreytt vöruúrval að njóta sín í endurskipulögðu flæði og við hlökkum til að taka á móti viðskiptavinum á nýjan leik,“
segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, en Krónan hlaut á dögunum Hönnunarverðlaun Íslands fyrir „Bestu fjárfestinguna í hönnun,“ fyrir að hafa hönnun og arkitektúr að leiðarljósi í starfsemi sinni til að auka gæði, verðmætasköpun og samkeppnishæfni.
Glæsileg og mun stærri ávaxta- og grænmetisdeild
Sem dæmi um breytingar má nefna að ávaxta- og grænmetisdeildin hefur verið tvöfölduð að stærð frá því sem var, brauðdeildin hefur verið stækkuð og fjölbreytt vöruúrval fær að njóta sín betur. Grænar innkaupakerrur úr endurunnu plasti úr sjónum prýða verslunina, orkusparandi LED lýsing er í allri versluninni og kælar og frystar eru keyrðir með umhverfisvænu kerfi sem dregur úr losun góðurhúsaloftegunda.

Karl Hafsteinsson (Verslunarstjóri Bíldshöfða) og Ólafur Rúnar Þórhallsson (Forstöðumaður reksturs og þjónustu)
Jafnframt er áhersla lögð á lokaða kæla og frysta til að spara orku enn frekar og verslunin er Svansvottuð líkt og aðrar Krónuverslanir. Í tilefni breytinganna verður lífrænum vörum lyft á stall með sérstöku afsláttarverði á öllum vörum Grøn Balance yfir helgina, en þær eru í senn lífrænt vottaðar og ofnæmisprófaðar. Auk þess verða ýmis önnur tilboð í boði þessa opnunarhelgi.
Nýjung í Skannað og Skundað
Til að auðvelda innkaupin enn frekar hefur Krónan þróað nýjung í snjalllausninni Skannað og Skundað en hún sýnir viðskiptavinum á yfirlitskorti hvar vörur eru staðsettar í búðinni á Bíldshöfða.
“Þetta er mjög gagnlegt fyrir þau okkar sem lenda stundum í því að finna ekki vörur í búðinni en það getur verið tímafrekt að leita og jafnvel ergelsi sem fylgir.
Með þessari lausn er nóg að stimpla inn í appið hvað þú ert að leita að og þú færð nákvæma staðsetningu ásamt því að verðmerking á hillunni byrjar að blikka,”
segir Guðrún.
Fyrir hefur þessi lausn verið virkjuð í Krónunni á Granda við jákvæðar undirtektir.
Tímasparnaður á Bíldshöfðanum
Verslun Krónunnar við Bíldshöfða 20 er staðsett í rúmgóðu verslunarhúsnæði, þar sem er að finna fjölbreytta atvinnustarfsemi á borð við apótek, banka, bakarí, tvær húsgagnaverslanir og póstbox til að sækja eða senda pakka.
Með nægum bílastæðum og góðu aðgengi geta viðskiptavinir sparað tíma og fyrirhöfn með því að sinna mörgum erindum á einum stað. Þetta gerir Bíldshöfða að hentugum og þægilegum viðkomustað fyrir bæði íbúa og þá sem vinna í þessum hluta borgarinnar.
Myndir: aðsendar / Rúnar

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði