Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Icelandic Fish Chips opnar
Laugardaginn 9 desember opnaði nýr veitingastaður sem ber nafnið Icelandic Fish Chips, hann er staðsettur við Tryggvagötu 11, en það er hún Erna Kaaber fjölmiðlakona sem stendur að þessum nýja stað.
Boðið er upp á ýmsa fiskrétti, til að mynda djúpsteikt ýsa, gellur og/eða rauðspretta í speltdeigi með „skyronese“ sósum og að auki tveggja tegunda af frönskum kartöflum, svo eitthvað sé nefnt.
Þess ber að geta að allt hráefnið er lífrænt ræktað og einnig er staðurinn fjölskylduvænn, þar sem börnin geta meira að segja teiknað á borðin, en hægt er að kaupa minni skammta handa börnunum. Ekkert gos er á boðstólnum, heldur eru allskyns heilsusamlegir drykkir t.a.m. nýkreistir ávaxtasafar ofl.
Það ættu margir hverjir þekkja stórmeistarann Björgvin Mýrdal, en hann sér um matreiðsluna og er einn af eigendum staðarins.
Fyrirhugað er að opna Icelandic Fish & Chips í Bandaríkjunum, en enginn dagsetning er komin á opnunina. Íslandsvinurinn David Rosengarten er einn af eigendum staðarins Icelandic Fish Chips, en hann hefur meðal annars verið dómari á Sælkerahátíðinni Food & Fun hér á Íslandi. David er vel þekktur í USA eða eins og Siggi Hall hér á Íslandi. David hefur stjórnað yfir 2,500 matreiðsluþætti, tíður gestur á „NBC’s Today show“, skrifað fjölmargar matreiðslubækur og vann meðal annars titilinn „James Beard Award“ árið 2003. Margir Bandaríkjamenn bíða spenntir eftir að sjá nýjasta trompið Icelandic Fish & Chips hjá snillingnum David Rosengarten.
Hægt er að lesa nánar um David á eftirfarandi heimasíðum: www.rosengartenreport.com og www.davidrosengarten.com
Það er tilvalið að kíkja á félaga okkar Björgvin á Tryggvagötu 8 og gæða sér á sælkeraréttunum hjá honum.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn