Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Icelandic Fish Chips opnar
Laugardaginn 9 desember opnaði nýr veitingastaður sem ber nafnið Icelandic Fish Chips, hann er staðsettur við Tryggvagötu 11, en það er hún Erna Kaaber fjölmiðlakona sem stendur að þessum nýja stað.
Boðið er upp á ýmsa fiskrétti, til að mynda djúpsteikt ýsa, gellur og/eða rauðspretta í speltdeigi með „skyronese“ sósum og að auki tveggja tegunda af frönskum kartöflum, svo eitthvað sé nefnt.
Þess ber að geta að allt hráefnið er lífrænt ræktað og einnig er staðurinn fjölskylduvænn, þar sem börnin geta meira að segja teiknað á borðin, en hægt er að kaupa minni skammta handa börnunum. Ekkert gos er á boðstólnum, heldur eru allskyns heilsusamlegir drykkir t.a.m. nýkreistir ávaxtasafar ofl.
Það ættu margir hverjir þekkja stórmeistarann Björgvin Mýrdal, en hann sér um matreiðsluna og er einn af eigendum staðarins.
Fyrirhugað er að opna Icelandic Fish & Chips í Bandaríkjunum, en enginn dagsetning er komin á opnunina. Íslandsvinurinn David Rosengarten er einn af eigendum staðarins Icelandic Fish Chips, en hann hefur meðal annars verið dómari á Sælkerahátíðinni Food & Fun hér á Íslandi. David er vel þekktur í USA eða eins og Siggi Hall hér á Íslandi. David hefur stjórnað yfir 2,500 matreiðsluþætti, tíður gestur á „NBC’s Today show“, skrifað fjölmargar matreiðslubækur og vann meðal annars titilinn „James Beard Award“ árið 2003. Margir Bandaríkjamenn bíða spenntir eftir að sjá nýjasta trompið Icelandic Fish & Chips hjá snillingnum David Rosengarten.
Hægt er að lesa nánar um David á eftirfarandi heimasíðum: www.rosengartenreport.com og www.davidrosengarten.com
Það er tilvalið að kíkja á félaga okkar Björgvin á Tryggvagötu 8 og gæða sér á sælkeraréttunum hjá honum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






