Áhugavert
Myndir frá úrslitakeppninni – Bragð Frakklands 2014
Í dag fór fram á Hótel Holti úrslitakeppni matreiðslukeppninnar Bragð Frakklands 2014 þar sem þrír íslenskir matreiðslumenn kepptust um hverjum þeirra tekst best að bræða saman íslenska og franska matargerðarlist.
Samhliða útslitakeppninni var kynning á frönskum mat og vínum á Hótel Holti og voru allir áhugamenn um matargerðarlist og vín velkomnir.
Friðgeir Ingi Eiríksson yfirkokkur á Gallery Restaurant Hótel Holti bauð gestum að smakka á úrvals mat úr hágæða frönsku hráefni og franski vínbóndinn Vincent Dugue frá Chateau de La Ragotière kynnti framleiðslu sína.
Keppnin Bragð Frakklands var haldin eins og áður segir á Gallery Restaurant Hótel Holt og er samstarfsverkefni veitingastaðarins, franska sendiráðsins á Íslandi, Klúbbs matreiðslumeistara og Kokkalandsliðsins.
Úrslit kynnt á galakvöldverði 15. maí 2014
Verðlaunaafhendingin fer fram á frönskum gala kvöldverði sem haldin verður á morgun fimmtudaginn 15. maí 2014 á Gallery Restaurant. Þeir sem kepptu til úrslita voru eftirfarandi:
- Jónas Oddur Björnsson matreiðslumaður á Vox.
- Óli Már Erlingsson matreiðslumaður á Fiskfélaginu.
- Stefán Eli Stefánsson matreiðslumaður á Perlunni.
Sigurlaunin eru ferð á hina víðfrægu Bocuse d´Or matreiðslukeppni í Frakklandi í janúar og vikudvöl á Michelin veitingastað ytra.
Yfirdómari keppninnar var franski Michelin matreiðslumeistarinn Marc de Passorio og honum til halds og traust voru íslensku verðlaunakokkarnir Sturla Birgisson og Hákon Már Örvarsson.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi