Áhugavert
Myndir frá úrslitakeppninni – Bragð Frakklands 2014
Í dag fór fram á Hótel Holti úrslitakeppni matreiðslukeppninnar Bragð Frakklands 2014 þar sem þrír íslenskir matreiðslumenn kepptust um hverjum þeirra tekst best að bræða saman íslenska og franska matargerðarlist.
Samhliða útslitakeppninni var kynning á frönskum mat og vínum á Hótel Holti og voru allir áhugamenn um matargerðarlist og vín velkomnir.
Friðgeir Ingi Eiríksson yfirkokkur á Gallery Restaurant Hótel Holti bauð gestum að smakka á úrvals mat úr hágæða frönsku hráefni og franski vínbóndinn Vincent Dugue frá Chateau de La Ragotière kynnti framleiðslu sína.
Keppnin Bragð Frakklands var haldin eins og áður segir á Gallery Restaurant Hótel Holt og er samstarfsverkefni veitingastaðarins, franska sendiráðsins á Íslandi, Klúbbs matreiðslumeistara og Kokkalandsliðsins.

F.v. Sturla Birgisson, dómari | Marc de Passorio, yfirdómari | Steinn Óskar Sigurðsson, umsjónarmaður keppninnar | Hákon Már Örvarsson, dómari
Úrslit kynnt á galakvöldverði 15. maí 2014
Verðlaunaafhendingin fer fram á frönskum gala kvöldverði sem haldin verður á morgun fimmtudaginn 15. maí 2014 á Gallery Restaurant. Þeir sem kepptu til úrslita voru eftirfarandi:
- Jónas Oddur Björnsson matreiðslumaður á Vox.
- Óli Már Erlingsson matreiðslumaður á Fiskfélaginu.
- Stefán Eli Stefánsson matreiðslumaður á Perlunni.
Sigurlaunin eru ferð á hina víðfrægu Bocuse d´Or matreiðslukeppni í Frakklandi í janúar og vikudvöl á Michelin veitingastað ytra.
Yfirdómari keppninnar var franski Michelin matreiðslumeistarinn Marc de Passorio og honum til halds og traust voru íslensku verðlaunakokkarnir Sturla Birgisson og Hákon Már Örvarsson.
Myndir: aðsendar

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel heppnuð pop-up helgi á Eyju vínstofu & bistro: „Fólk tók einstaklega vel í seðilinn“
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas