Vertu memm

Keppni

Myndir frá úrslitakeppninni – Bragð Frakklands 2014

Birting:

þann

Keppendur: F.v. Stefán Eli Stefánsson, Jónas Oddur Björnsson og Óli Már Erlingsson

Keppendur:
F.v. Stefán Eli Stefánsson, Jónas Oddur Björnsson og Óli Már Erlingsson

Í dag fór fram á Hótel Holti úrslitakeppni matreiðslukeppninnar Bragð Frakklands 2014 þar sem þrír íslenskir matreiðslumenn kepptust um hverjum þeirra tekst best að bræða saman íslenska og franska matargerðarlist.

Samhliða útslitakeppninni var kynning á frönskum mat og vínum á Hótel Holti og voru allir áhugamenn um matargerðarlist og vín velkomnir.

Friðgeir Ingi Eiríksson yfirkokkur á Gallery Restaurant Hótel Holti bauð gestum að smakka á úrvals mat úr hágæða frönsku hráefni og franski vínbóndinn Vincent Dugue frá Chateau de La Ragotière kynnti framleiðslu sína.

Keppnin Bragð Frakklands var haldin eins og áður segir á Gallery Restaurant Hótel Holt og er samstarfsverkefni veitingastaðarins, franska sendiráðsins á Íslandi, Klúbbs matreiðslumeistara og Kokkalandsliðsins.

F.v. Sturla Birgisson, dómari | Marc de Passorio, yfirdómari | Steinn Óskar Sigurðsson, umsjónarmaður keppninnar | Hákon Már Örvarsson, dómari

F.v. Sturla Birgisson, dómari | Marc de Passorio, yfirdómari | Steinn Óskar Sigurðsson, umsjónarmaður keppninnar | Hákon Már Örvarsson, dómari

Úrslit kynnt á galakvöldverði 15. maí 2014
Verðlaunaafhendingin fer fram á frönskum gala kvöldverði sem haldin verður á morgun fimmtudaginn 15. maí 2014 á Gallery Restaurant.  Þeir sem kepptu til úrslita voru eftirfarandi:

  • Jónas Oddur Björnsson matreiðslumaður á Vox.
  • Óli Már Erlingsson matreiðslumaður á Fiskfélaginu.
  • Stefán Eli Stefánsson matreiðslumaður á Perlunni.

Sigurlaunin eru ferð á hina víðfrægu Bocuse d´Or matreiðslukeppni í Frakklandi í janúar og vikudvöl á Michelin veitingastað ytra.

Yfirdómari keppninnar var franski Michelin matreiðslumeistarinn Marc de Passorio og honum til halds og traust voru íslensku verðlaunakokkarnir Sturla Birgisson og Hákon Már Örvarsson.

 

Fleira tengt efni hér.

 

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið