Áhugavert
Myndir frá úrslitakeppninni – Bragð Frakklands 2014
Í dag fór fram á Hótel Holti úrslitakeppni matreiðslukeppninnar Bragð Frakklands 2014 þar sem þrír íslenskir matreiðslumenn kepptust um hverjum þeirra tekst best að bræða saman íslenska og franska matargerðarlist.
Samhliða útslitakeppninni var kynning á frönskum mat og vínum á Hótel Holti og voru allir áhugamenn um matargerðarlist og vín velkomnir.
Friðgeir Ingi Eiríksson yfirkokkur á Gallery Restaurant Hótel Holti bauð gestum að smakka á úrvals mat úr hágæða frönsku hráefni og franski vínbóndinn Vincent Dugue frá Chateau de La Ragotière kynnti framleiðslu sína.
Keppnin Bragð Frakklands var haldin eins og áður segir á Gallery Restaurant Hótel Holt og er samstarfsverkefni veitingastaðarins, franska sendiráðsins á Íslandi, Klúbbs matreiðslumeistara og Kokkalandsliðsins.

F.v. Sturla Birgisson, dómari | Marc de Passorio, yfirdómari | Steinn Óskar Sigurðsson, umsjónarmaður keppninnar | Hákon Már Örvarsson, dómari
Úrslit kynnt á galakvöldverði 15. maí 2014
Verðlaunaafhendingin fer fram á frönskum gala kvöldverði sem haldin verður á morgun fimmtudaginn 15. maí 2014 á Gallery Restaurant. Þeir sem kepptu til úrslita voru eftirfarandi:
- Jónas Oddur Björnsson matreiðslumaður á Vox.
- Óli Már Erlingsson matreiðslumaður á Fiskfélaginu.
- Stefán Eli Stefánsson matreiðslumaður á Perlunni.
Sigurlaunin eru ferð á hina víðfrægu Bocuse d´Or matreiðslukeppni í Frakklandi í janúar og vikudvöl á Michelin veitingastað ytra.
Yfirdómari keppninnar var franski Michelin matreiðslumeistarinn Marc de Passorio og honum til halds og traust voru íslensku verðlaunakokkarnir Sturla Birgisson og Hákon Már Örvarsson.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss