Nemendur & nemakeppni
Myndir frá Brauð-, kjöt- og bjórveislunni í Hótel og Matvælakólanum
Í nóvember var haldin vegleg veisla í Hótel og Matvælakólanum. Um var að ræða samæfingu nemanda í bakstri, kjötiðn og framreiðslu sem bar yfirskriftina „Brauð, kjöt og bjór“ þar sem nemendur sýndu sitt lítið af hverju sem þeir hafa verið að læra í skólanum.
Bakaranemar bökuðu brauð af ýmsum gerðum á borð við baguette, foccacia- og hvítlauksbrauð. Brauð með sólþurrkuðum tómötum var borið fram að ógleymdu aðalbláberjabrauði sem nemarnir hafa verið að þróa.
Lakkrís-og trönuberjabrauð var einnig boðstólum en það fékk 1.verðlaun í brauðkeppni Kornax sem haldin var á dögunum.
Sjá einnig: Úrslit – Nemakeppnin í brauða-, og kökugerð
Kjötiðnaðarnemar krydduðu alls konar skinkur með fjölbreyttum kryddum á borð við chili, engifer, rósmarín og fennel. Þeir útbjuggu meðal annars reyktan lax, nauta-jerkey og gómsætar pylsur úr hreindýri og gæsum.
Framreiðslunemar sáu um að stilla kræsingunum upp ásamt því að eldsteikja hörpuskel og upplýsa gesti um mismunandi tegundir af bjór.
Gestir komu úr ýmsum áttum úr atvinnulífinu ásamt aðstandendum nemenda og velunnurum skólans og átti hópurinn góða stund enda er matur manns gaman.
Myndir: Ásgeir Þór Tómasson bakarameistari og kennari

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss