Nemendur & nemakeppni
Myndir frá Brauð-, kjöt- og bjórveislunni í Hótel og Matvælakólanum
Í nóvember var haldin vegleg veisla í Hótel og Matvælakólanum. Um var að ræða samæfingu nemanda í bakstri, kjötiðn og framreiðslu sem bar yfirskriftina „Brauð, kjöt og bjór“ þar sem nemendur sýndu sitt lítið af hverju sem þeir hafa verið að læra í skólanum.
Bakaranemar bökuðu brauð af ýmsum gerðum á borð við baguette, foccacia- og hvítlauksbrauð. Brauð með sólþurrkuðum tómötum var borið fram að ógleymdu aðalbláberjabrauði sem nemarnir hafa verið að þróa.
Lakkrís-og trönuberjabrauð var einnig boðstólum en það fékk 1.verðlaun í brauðkeppni Kornax sem haldin var á dögunum.
Sjá einnig: Úrslit – Nemakeppnin í brauða-, og kökugerð
Kjötiðnaðarnemar krydduðu alls konar skinkur með fjölbreyttum kryddum á borð við chili, engifer, rósmarín og fennel. Þeir útbjuggu meðal annars reyktan lax, nauta-jerkey og gómsætar pylsur úr hreindýri og gæsum.
Framreiðslunemar sáu um að stilla kræsingunum upp ásamt því að eldsteikja hörpuskel og upplýsa gesti um mismunandi tegundir af bjór.
Gestir komu úr ýmsum áttum úr atvinnulífinu ásamt aðstandendum nemenda og velunnurum skólans og átti hópurinn góða stund enda er matur manns gaman.
Myndir: Ásgeir Þór Tómasson bakarameistari og kennari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin