Nemendur & nemakeppni
Myndir frá Brauð-, kjöt- og bjórveislunni í Hótel og Matvælakólanum
Í nóvember var haldin vegleg veisla í Hótel og Matvælakólanum. Um var að ræða samæfingu nemanda í bakstri, kjötiðn og framreiðslu sem bar yfirskriftina „Brauð, kjöt og bjór“ þar sem nemendur sýndu sitt lítið af hverju sem þeir hafa verið að læra í skólanum.
Bakaranemar bökuðu brauð af ýmsum gerðum á borð við baguette, foccacia- og hvítlauksbrauð. Brauð með sólþurrkuðum tómötum var borið fram að ógleymdu aðalbláberjabrauði sem nemarnir hafa verið að þróa.
Lakkrís-og trönuberjabrauð var einnig boðstólum en það fékk 1.verðlaun í brauðkeppni Kornax sem haldin var á dögunum.
Sjá einnig: Úrslit – Nemakeppnin í brauða-, og kökugerð
Kjötiðnaðarnemar krydduðu alls konar skinkur með fjölbreyttum kryddum á borð við chili, engifer, rósmarín og fennel. Þeir útbjuggu meðal annars reyktan lax, nauta-jerkey og gómsætar pylsur úr hreindýri og gæsum.
Framreiðslunemar sáu um að stilla kræsingunum upp ásamt því að eldsteikja hörpuskel og upplýsa gesti um mismunandi tegundir af bjór.
Gestir komu úr ýmsum áttum úr atvinnulífinu ásamt aðstandendum nemenda og velunnurum skólans og átti hópurinn góða stund enda er matur manns gaman.
Myndir: Ásgeir Þór Tómasson bakarameistari og kennari
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa