Vertu memm

Keppni

Myndir frá æfingabúðum Kokkalandsliðsins | Bjarki Hilmars tók vel á móti félögunum

Birting:

þann

Kokkalandsliðið í æfingabúðum á Hótel Geysi í Haukadal - Janúar 2014

Síðastliðna daga hefur Kokkalandsliðið verið í æfingabúðum á Hótel Geysi í Haukadal þar sem Bjarki Hilmarsson félagi KM tók á móti liðinu.

Eins og kunnugt er þá er Kokkalandsliðið að undirbúa þátttökuna í Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Luxemborg í haust.

Við vorum á Hótel Geysi Haukadal hjá honum Bjarka Hilmars í góðu yfirlæti og fær Bjarki og Hótel Geysir okkar bestu þakkir fyrir að leyfa okkur að koma og æfa.

Þetta var góð æfing og góðar framfarir frá síðustu æfingu.  Mjög gott fyrir hópinn að komast svona út úr bænum að æfa, þar sem við getum öll einbeitt okkur að verkefninu án truflana.  Næsta æfing verður einnig á Geysi núna í febrúar næstkomandi. Þá eigum við eftir tvær æfingar í kalda fram að sumarfríi.

, sagði Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði Kokkalandsliðsins í samtali við veitingageirinn.is.

 

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið