Bjarni Gunnar Kristinsson
Myndir af keppnisborði hjá Kokkalandsliðinu
Það voru margir sem skoðuðu keppnisborðið hjá Kokkalandsliðinu í gær í Smáralindinni. Kokkalandsliðið mætti kl. 6 sunnudagsmorgun til að undirbúa réttina fyrir flutninginn frá æfingarhúsnæðinu í Esju í Bitruhálsi og í Smáralindina.
En liðið hafði þá verið í tvo sólahringa að útbúa matinn. Borðið var síðan tilbúið til sýningar þegar Smáralindin opnaði kl. 13 og stóð til kl. 18. Leikmyndahönnuðurinn Systa Björnsdóttir kemur að hönnun á borðinu en borðbúnaðurinn er úr postulíni, rekaviði, keramiki, gulli og silfri.
Keppnisborðið verður sett aftur upp 6. nóvember n.k. og verða þá myndir birtar sem sýna smáatriðin við hvern rétt, eins og venjan er á veitingageirinn.is.
Meðfylgjandi myndir tók Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður Hörpunnar.
Myndir: Bjarni

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar