Bjarni Gunnar Kristinsson
Myndir af keppnisborði hjá Kokkalandsliðinu
Það voru margir sem skoðuðu keppnisborðið hjá Kokkalandsliðinu í gær í Smáralindinni. Kokkalandsliðið mætti kl. 6 sunnudagsmorgun til að undirbúa réttina fyrir flutninginn frá æfingarhúsnæðinu í Esju í Bitruhálsi og í Smáralindina.
En liðið hafði þá verið í tvo sólahringa að útbúa matinn. Borðið var síðan tilbúið til sýningar þegar Smáralindin opnaði kl. 13 og stóð til kl. 18. Leikmyndahönnuðurinn Systa Björnsdóttir kemur að hönnun á borðinu en borðbúnaðurinn er úr postulíni, rekaviði, keramiki, gulli og silfri.
Keppnisborðið verður sett aftur upp 6. nóvember n.k. og verða þá myndir birtar sem sýna smáatriðin við hvern rétt, eins og venjan er á veitingageirinn.is.
Meðfylgjandi myndir tók Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður Hörpunnar.
Myndir: Bjarni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla