Vertu memm

Bjarni Gunnar Kristinsson

Myndir af keppnisborði hjá Kokkalandsliðinu

Birting:

þann

Keppnisborðið hjá Kokkalandsliðinu í Smáralindinni 19. okt. 2014

Það voru margir sem skoðuðu keppnisborðið hjá Kokkalandsliðinu í gær í Smáralindinni.  Kokkalandsliðið mætti kl. 6 sunnudagsmorgun til að undirbúa réttina fyrir flutninginn frá æfingarhúsnæðinu í Esju í Bitruhálsi og í Smáralindina.

En liðið hafði þá verið í tvo sólahringa að útbúa matinn.  Borðið var síðan tilbúið til sýningar þegar Smáralindin opnaði kl. 13 og stóð til kl. 18.  Leikmyndahönnuðurinn Systa Björnsdóttir kemur að hönnun á borðinu en borðbúnaðurinn er úr postulíni, rekaviði, keramiki, gulli og silfri.

Keppnisborðið verður sett aftur upp 6. nóvember n.k. og verða þá myndir birtar sem sýna smáatriðin við hvern rétt, eins og venjan er á veitingageirinn.is.

Meðfylgjandi myndir tók Bjarni Gunnar Kristinsson yfirmatreiðslumaður Hörpunnar.

 

 

Myndir: Bjarni

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið