Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Múlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum

Birting:

þann

Múlaberg slær öll met - Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum

Starfsfólk Múlabergs Bistro & Bar að lokinni annasamri en afar farsælli jólavertíð. Öflugt teymi sem stóð vaktina á öllum vígstöðvum og gerði metár 2025 mögulegt.

Jólavertíðin 2025 mun skipa sér sess sem sú stærsta í sögu Múlaberg Bistro & Bar, sem er staðsettur á Hótel Kea í hjarta Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá veitingastaðnum þar sem farið er yfir metaðsókn og umfangsmikla starfsemi yfir aðventuna og jólin.

Aldrei hafa fleiri gestir notið jólahlaðborða Múlabergs en á síðustu vertíð. Alls tóku 4.067 gestir þátt í jólahlaðborðunum á fimm vikum og þar með var slegið fyrra met. Samhliða því var staðurinn á fullu í ýmiss konar öðrum jólaviðburðum, meðal annars prívat jólahlaðborðum, jólasmáréttaveislum utan húss og viðburðum sem teygðu sig alla leið niður á Teríuna, systurstað Múlabergs, vegna mikillar eftirspurnar. Samkvæmt áætlunum staðarins má ætla að vel yfir 5.000 manns hafi notið jólastemningar á vegum Múlabergs á tímabilinu.

Í tilkynningunni segist teymið vera gjörsamlega í skýjunum með viðtökurnar. Um leið og þakkað er fyrir árið sem leið er sérstök áhersla lögð á þakklæti til gestanna sem völdu að verja aðventunni og jólunum á Múlabergi. Slíkt traust er lýst sem ómetanlegu og fram kemur að mikil eftirvænting ríki fyrir komandi ári.

Starfsfólkið fær einnig ríkan sess í orðum staðarins. Þar er bent á að Múlaberg sé einstaklega heppið með öflugt og samhent teymi á öllum vígstöðvum. Þótt ekki hafi náðst hópmynd í annríkinu er tekið fram að hópurinn sé mun stærri en sjá megi á meðfylgjandi mynd og án þessa sterka mannauðs væri slík vertíð einfaldlega ekki möguleg.

Undirbúningur fyrir jólavertíð af þessari stærðargráðu hefst snemma. Skipulag og vinna við hráefni frá grunni byrjar strax í ágúst og á stærstu kvöldunum eru um 25 til 30 manns á vakt hverju sinni. Það er því við hæfilega þreytu en mikla gleði sem teymið gengur inn í nýtt ár.

Að lokum senda forsvarsmenn Múlabergs kærar þakkir til gesta sinna og lýsa mikilli eftirvæntingu fyrir árinu 2026. Spennan er sögð mikil og hlakkað er til að taka á móti sem flestum aftur á Múlabergi á nýju ári.

Mynd: facebook / Múlaberg

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið