Markaðurinn
MS kynnir – rjómaost með hvítu súkkulaði – Sérútgáfa
Mjólkursamsalan setur nú í fyrsta sinn á markað sannkallaðan sælkera rjómaost en um er að ræða rjómaost með hvítu súkkulaði sem verður aðeins á markaði í takmarkaðan tíma.
Rjómaostur með hvítu súkkulaði er silkimjúkur, rjómakenndur og einstaklega góður á bragðið og notkunarmöguleikarnir eru ótæmandi.
Hægt er að nota hann eins og hefðbundið rjómaostakrem og setja á kökur og kanilsnúða, kex, hrís og maískökur svo dæmi séu nefnd og svo er um að gera að prófa sig áfram með rjómaostinn í matargerð því hver veit hvað gerist þegar rjómaostur með hvítu súkkulaði hittir fyrir hefðbundið lasanja eða góða súpu.
Ef rjómaostur er í uppáhaldi er upplagt að verða sér út um dós af þessari nýjung og smakka því hér er um að ræða fyrsta íslenska rjómaostinn með hvítu súkkulaði og óvíst hvenær svona góðgæti verður aftur í boði.
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






