Vertu memm

Markaðurinn

Morgunverðarkokkur óskast

Birting:

þann

Hótel Reykjavík Saga

Hótel Reykjavík Saga

Hótel Reykjavík Saga óskar eftir að ráða morgunverðarkokk í fullt starf. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem veitir framúrskarandi þjónustu í lifandi og alþjóðlegu umhverfi.

Unnið er á vöktum frá kl. 05:00-13:30. Fullt starf.

Starfssvið

  • Uppsetning og áfylling á morgunverðarhlaðborði
  • Frágangur og þrif á veitingasal og eldhúsi
  • Frágangur og geymsla á matvælum
  • Undirbúningur og vinnsla á réttum fyrir morgunverðarhlaðborð
  • Forvinnsla á matvöru fyrir næsta dag
  • Eftirlit með hreinlæti
  • Þjónusta við gesti
  • Móttaka og úrlausn ábendinga
  • Umsjón á starfsmannamat
  • Ýmis tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Gott vald á ensku skilyrði, önnur tungumál kostur
  • Reynsla í matseld og framsetningu kostur
  • Góð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og sveigjanleiki
  • Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
  • Öryggisvitund og þekking á HACCP kostur

Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Hótel Reykjavík Saga er einstaklega vel staðsett í hjarta miðbæjarins, nokkrum skrefum frá Tjörninni, Dómkirkjunni, listasöfnum og fjölmörgum verslunum og veitingastöðum.

Hótelið skartar jafnframt tveimur glæsilegum og rúmgóðum þaksvölum með frábæru útsýni. Hlýlegt og sólríkt útisvæði er á bak við hótelið með trjám og bekkjum. Á hótelinu má finna veitingastaðinn Fröken Reykjavik kitchen & bar.

Á veitingastaðnum sem hannaður var með ívafi af Art Deco stíl er líflegur bar, vínherbergi, vetrargarður og opið eldhús þar sem þú getur fylgst með kokkunum elda matinn.

Lærðu meira um Hótel Reykjavík Sögu.

Umsóknarfrestur: 06.08.2025

Sækja um.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið