Markaðurinn
Morgunverðarkokkur óskast
Hótel Reykjavík Saga óskar eftir að ráða morgunverðarkokk í fullt starf. Vertu hluti af fjölbreyttu og samheldnu teymi sem veitir framúrskarandi þjónustu í lifandi og alþjóðlegu umhverfi.
Unnið er á vöktum frá kl. 05:00-13:30. Fullt starf.
Starfssvið
- Uppsetning og áfylling á morgunverðarhlaðborði
- Frágangur og þrif á veitingasal og eldhúsi
- Frágangur og geymsla á matvælum
- Undirbúningur og vinnsla á réttum fyrir morgunverðarhlaðborð
- Forvinnsla á matvöru fyrir næsta dag
- Eftirlit með hreinlæti
- Þjónusta við gesti
- Móttaka og úrlausn ábendinga
- Umsjón á starfsmannamat
- Ýmis tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur
- Gott vald á ensku skilyrði, önnur tungumál kostur
- Reynsla í matseld og framsetningu kostur
- Góð færni í samskiptum, jákvætt viðmót og sveigjanleiki
- Frumkvæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Öryggisvitund og þekking á HACCP kostur
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Hótel Reykjavík Saga er einstaklega vel staðsett í hjarta miðbæjarins, nokkrum skrefum frá Tjörninni, Dómkirkjunni, listasöfnum og fjölmörgum verslunum og veitingastöðum.
Hótelið skartar jafnframt tveimur glæsilegum og rúmgóðum þaksvölum með frábæru útsýni. Hlýlegt og sólríkt útisvæði er á bak við hótelið með trjám og bekkjum. Á hótelinu má finna veitingastaðinn Fröken Reykjavik kitchen & bar.
Á veitingastaðnum sem hannaður var með ívafi af Art Deco stíl er líflegur bar, vínherbergi, vetrargarður og opið eldhús þar sem þú getur fylgst með kokkunum elda matinn.
Lærðu meira um Hótel Reykjavík Sögu.
Umsóknarfrestur: 06.08.2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri






